
Körfubolti
Skallagrímur - Grindavík í beinni á Sýn

Í kvöld verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. KR tekur þá á móti ÍR í DHL-höllinni klukkan 19:15 og Skallagrímur á móti Grindavík í Fjósinu í Borgarnesi, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Þetta eru oddaleikir liðanna um sæti í undanúrslitum, þar sem Snæfell og Njarðvík hafa þegar tryggt sér sæti.