Biðu 15 tíma eftir TF-LÍF 25. mars 2007 12:02 Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar. Kolmunnaskipið Guðmundur VE hafði samband við Landhelgisgæsluna um hálffjögur í gærdag og óskaði eftir aðstoð vegna sjómanns með stungusár á kálfa vegna vinnuslyss. Skipið var þá statt um 380 sjómílur suður af landinu. Þyrlur gæslunnar geta ekki flogið svo langt og því sigldi skipið áleiðis til Íslands. Um klukkan þrjú í nótt fór TF-LÍF svo frá Reykjavík, tók eldsneyti í Eyjum og hélt síðan áfram. Ferðin gekk vel og hinn slasaði var kominn um borð í TF LÍF um hálf sjö í morgun - fimmtán klukkustundum eftir að beiðnin barst. Þyrlan lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en töluverð blæðing var úr kálfanum. Hann hefur nú verið útskrifaður. Þessi langi viðbragðstími helgast af því að þyrlur gæslunnar geta mest farið um 240 sjómílur á haf út frá því að þær taka eldsneyti. Varnarliðið gat hér á árum áður sent eldsneytisvél með þyrlu þegar slys urðu langt frá landi en nokkur ár eru síðan hún var hér að staðaldri, að sögn Halldórs Nelletts, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að varnarliðið fór var ákveðið að setja eldsneytistökubúnað í varðskipin Ægi og Tý. Týr ætti að vera kominn með þennan búnað eftir nokkrar vikur og Ægir verður klár í sumar. Þá geta þyrlur gæslunnar farið í hang, eins og það er kallað, yfir varðskipinu, híft upp olíuslöngu og varðskipið dælir síðan olíu upp í þyrluna. Fréttir Innlent Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar. Kolmunnaskipið Guðmundur VE hafði samband við Landhelgisgæsluna um hálffjögur í gærdag og óskaði eftir aðstoð vegna sjómanns með stungusár á kálfa vegna vinnuslyss. Skipið var þá statt um 380 sjómílur suður af landinu. Þyrlur gæslunnar geta ekki flogið svo langt og því sigldi skipið áleiðis til Íslands. Um klukkan þrjú í nótt fór TF-LÍF svo frá Reykjavík, tók eldsneyti í Eyjum og hélt síðan áfram. Ferðin gekk vel og hinn slasaði var kominn um borð í TF LÍF um hálf sjö í morgun - fimmtán klukkustundum eftir að beiðnin barst. Þyrlan lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en töluverð blæðing var úr kálfanum. Hann hefur nú verið útskrifaður. Þessi langi viðbragðstími helgast af því að þyrlur gæslunnar geta mest farið um 240 sjómílur á haf út frá því að þær taka eldsneyti. Varnarliðið gat hér á árum áður sent eldsneytisvél með þyrlu þegar slys urðu langt frá landi en nokkur ár eru síðan hún var hér að staðaldri, að sögn Halldórs Nelletts, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að varnarliðið fór var ákveðið að setja eldsneytistökubúnað í varðskipin Ægi og Tý. Týr ætti að vera kominn með þennan búnað eftir nokkrar vikur og Ægir verður klár í sumar. Þá geta þyrlur gæslunnar farið í hang, eins og það er kallað, yfir varðskipinu, híft upp olíuslöngu og varðskipið dælir síðan olíu upp í þyrluna.
Fréttir Innlent Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira