Hættulegasta kona Þýskalands gengur laus 25. mars 2007 12:45 Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk. Það voru þau Andreas Baader og Ulrike Meinhof sem stofnuðu Baader-Meinhof hryðjuverkahópinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Hópurinn spratt úr grasrót stúdentamótmæla og andstöðu við Víetnamstríðið. Ulrike og Andreas fyrirfóru sér þegar þau voru handtekin árið 1977 en Mohnhaupt var fulltrúi annarar kynslóðar í hryðjuverkasamtökunum. Árið 1982 var Mohnhaupt handtekin og síðan dæmd í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, morð og hermdarverk. Meðal glæpa voru ránið á Hans-Martin Schleyer, formanni vestur-þýska alþýðusambandsins, árið 1977 en það vakti óhug um reiði um allt land. Þess var krafist að stofnendur Rauðu herdeildanna, sem voru fangelsaðir 1972, yrðu látnir lausir í skiptum fyrir hann. Helmut Schmidt, þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, varð ekki við þeirri kröfu og þá rændu arabískir bandamenn þeirra farþegaþotu Lufthansa sem var á leið til Sómalíu. Þýskum sérsveitarmönnum tókst að frelsa gíslana. Skömmu síðar fannst lík Schleyers í skotti á bíl í Frakklandi. Dómari úrskurðaðið í síðasta mánuði að Monhaupt skyldi látin laus. Forsendur reynslulausnar væru uppfylltar og skýrt tekið fram að ekki væri um náðun að ræða. Mohnhaupt væri ekki talin ógn við umhverfi sitt lengur þó hún iðrist einskis og hafi á sínum tíma verið sögð illskan holdi klædd og hættulegasta kona Þýskalands. Hún mun þó hafa viðurkennt að tími vopnaðrar baráttu væri liðinn og gert sér grein fyrir þeim sársauka sem hún hafi valdið ættingjum fórnarlamba sinna. Ákvörðunin hefur verið umdeild í Þýskalandi en saksóknari segir mikilvægt að meðhöndla Mohnhaupt eins og hvern annan glæpamann. Gæta þurfi jafnræðis. Erlent Fréttir Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk. Það voru þau Andreas Baader og Ulrike Meinhof sem stofnuðu Baader-Meinhof hryðjuverkahópinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Hópurinn spratt úr grasrót stúdentamótmæla og andstöðu við Víetnamstríðið. Ulrike og Andreas fyrirfóru sér þegar þau voru handtekin árið 1977 en Mohnhaupt var fulltrúi annarar kynslóðar í hryðjuverkasamtökunum. Árið 1982 var Mohnhaupt handtekin og síðan dæmd í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, morð og hermdarverk. Meðal glæpa voru ránið á Hans-Martin Schleyer, formanni vestur-þýska alþýðusambandsins, árið 1977 en það vakti óhug um reiði um allt land. Þess var krafist að stofnendur Rauðu herdeildanna, sem voru fangelsaðir 1972, yrðu látnir lausir í skiptum fyrir hann. Helmut Schmidt, þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, varð ekki við þeirri kröfu og þá rændu arabískir bandamenn þeirra farþegaþotu Lufthansa sem var á leið til Sómalíu. Þýskum sérsveitarmönnum tókst að frelsa gíslana. Skömmu síðar fannst lík Schleyers í skotti á bíl í Frakklandi. Dómari úrskurðaðið í síðasta mánuði að Monhaupt skyldi látin laus. Forsendur reynslulausnar væru uppfylltar og skýrt tekið fram að ekki væri um náðun að ræða. Mohnhaupt væri ekki talin ógn við umhverfi sitt lengur þó hún iðrist einskis og hafi á sínum tíma verið sögð illskan holdi klædd og hættulegasta kona Þýskalands. Hún mun þó hafa viðurkennt að tími vopnaðrar baráttu væri liðinn og gert sér grein fyrir þeim sársauka sem hún hafi valdið ættingjum fórnarlamba sinna. Ákvörðunin hefur verið umdeild í Þýskalandi en saksóknari segir mikilvægt að meðhöndla Mohnhaupt eins og hvern annan glæpamann. Gæta þurfi jafnræðis.
Erlent Fréttir Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira