Lögregla á Filippseyjum yfirheyrir mannræningja 28. mars 2007 19:35 Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma. Annar tveggja manna sem tóku börnin þrjátíu og tvö og tvo kennara þeirra í gíslingu heitir Jun Ducat og er eigandi barnaheimilisins þaðan sem börnin voru að fara í skólaferð í morgun. Börnin eru á aldrinum fjögurra til sex ára. Skömmu eftir að gíslatakan hófst var einu barni sleppt þar sem það var lasið og með sótthita. Rútunni var lagt fyrir utan ráðhúsið í Manila og gerði Ducat þá grein fyrir því að með gíslatökunni vildi hann fordæma spillingu í landinu og krefjast þess að fátækum börnum Filippseyja yrði tryggt betra líf. Lögregla umrkingdi rútuna. Ducat gerði lögreglu grein fyrir því að hann og bandamaður hans væru vopnaði byssum og hands prengjum og hefðu tekið með mat og drykki fyrir alla til tveggja daga. Foreldrar barnanna komu þegar á vettvang og biðu þar milli vonar og ótta. Reynt var að semja við Ducat og vinur hans á þingi meðal annars sendur inn til þess. Að lokum tókst að tryggja lausn barnanna og kennaranna og þau fengu frelsi skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Þá voru mannræningjarnir þegar handteknir. Ducat hefur að sögn lögreglu áður tekið gísla. Það var síðla á níunda áratug síðustu aldar þegar hann tók tvo presta í gíslingu vegna deilna um kirkjubyggingu. Hann flúði af vettvangi eftir nokkra stund og kom þá í ljós að hann ógnaði prestunum með leikfangahandsprengjum og engin hætta á ferð. Fyrir sex árum sóttist Ducat svo eftir því að taka þátt í stjórnmálum og bauð sig fram til þings. Hann náði ekki kjöri. Ducat stofnaði svo barnaheimilið fyrir þremur árum. Erlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma. Annar tveggja manna sem tóku börnin þrjátíu og tvö og tvo kennara þeirra í gíslingu heitir Jun Ducat og er eigandi barnaheimilisins þaðan sem börnin voru að fara í skólaferð í morgun. Börnin eru á aldrinum fjögurra til sex ára. Skömmu eftir að gíslatakan hófst var einu barni sleppt þar sem það var lasið og með sótthita. Rútunni var lagt fyrir utan ráðhúsið í Manila og gerði Ducat þá grein fyrir því að með gíslatökunni vildi hann fordæma spillingu í landinu og krefjast þess að fátækum börnum Filippseyja yrði tryggt betra líf. Lögregla umrkingdi rútuna. Ducat gerði lögreglu grein fyrir því að hann og bandamaður hans væru vopnaði byssum og hands prengjum og hefðu tekið með mat og drykki fyrir alla til tveggja daga. Foreldrar barnanna komu þegar á vettvang og biðu þar milli vonar og ótta. Reynt var að semja við Ducat og vinur hans á þingi meðal annars sendur inn til þess. Að lokum tókst að tryggja lausn barnanna og kennaranna og þau fengu frelsi skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Þá voru mannræningjarnir þegar handteknir. Ducat hefur að sögn lögreglu áður tekið gísla. Það var síðla á níunda áratug síðustu aldar þegar hann tók tvo presta í gíslingu vegna deilna um kirkjubyggingu. Hann flúði af vettvangi eftir nokkra stund og kom þá í ljós að hann ógnaði prestunum með leikfangahandsprengjum og engin hætta á ferð. Fyrir sex árum sóttist Ducat svo eftir því að taka þátt í stjórnmálum og bauð sig fram til þings. Hann náði ekki kjöri. Ducat stofnaði svo barnaheimilið fyrir þremur árum.
Erlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent