Bretar segjast ætla að leita nánari upplýsinga frá Írönum eftir að þeir síðarnefndu tilkynntu að þeir vildu leysa sjóliðadeiluna með samningaviðræðum. Ali Larijani, einn af helstu samningamönnum Írana í kjarnorkumálum, sagði í gær að Íranar leggðu ekki áherslu á að lögsækja sjóliðana 15 fyrir meint brot þeirra.
Íranar lögðu þó einnig áherslu á að þeir hefðu rétt fyrir sér og að hvers konar hótanir eða harðorðar kröfur í garð þeirra myndu valda vandamálum.