Reinicke segir að engar rannsóknir hafi verið gerðar á þessu. Hinsvegar sé vel hægt að ímynda sér að konur felli mildari dóma en karlmenn, þar sem þær hafi meiri skilning á félagslegri stöðu sakborninga. Konur líti einnig meira til þess að það felist engin endurhæfing í refsivist.
Þessu vísar formaður danska dómarafélagsins á bug. Jörgen Lougart segir að dómarar séu að miklu leiti bundnir af hefðum, þar sem fylgt sé fordæmum úr öðrum sambærilegum málum.
Reinicke viðurkennir líka að greina muninn. Sá möguleiki sé fyrir hendi að konur felli harðari dóma en karlmenn, af ótta við að vera sakaðar um að vera of mildar.