Leiðtogar minnast Jeltsíns Óli Tynes skrifar 24. apríl 2007 11:09 Boris Jeltsín var lífsglaður maður, á stundum. MYND/AP Þjóðarleiðtogar bæði fyrrverandi og núverandi hafa farið hlýjum orðum um Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, sem lést í gær. Hér tala nokkrir þeirra. VLADIMIR PUTIN; Maður er látinn sem færði okkur nýja tíma. Nýtt, lýðræðislegt, Rússland varð til. Frjálst ríki sem er opið heiminum. Ríki þar sem valdið er sannarlega í höndum fólksins. BILL CLINTON; Örlögin völdu honum erfiða tíma til þess að stjórna. En sagan mun fara um hann mildum höndum því hann var hugrakkur og staðfastur í stóru málunum. Friði, frelsi og framförum. MIKAEL GORBACHEV; Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Á hans herðum voru stóratburðir sem urðu landinu til góðs. Og alvarleg mistök. Sorgleg örlög. TONY BLAIR; Ég heyrði með söknuði af láti Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Hann var stórmerkur maður, sem sá þörfina fyrir lýðræðislegar- og efnahagslegar úrbætur. Með því að standa vörð um þær gegndi hann lykilhlutverki á mikilvægu augnabliki í sögu Rússlands. JACQUES CHIRAC, FORSETI FRAKKLANDS; Hann lagði alla orku sína, örlæti og vilja í að breyta Rússlandi. Til þess að skapa nútímalegt lýðræðisríki, gefa þjóðinni mannréttindi og frelsi og endurreisa efnahag landsins. ANGELA MERKEL, KANSLARI ÞÝSKALANDS; Boris Jeltsín var mikill persónuleiki bæði í rússneskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var hugrakkur baráttumaður fyrir lýðræði og frelsi og sannur vinur Þýskalands. Framlag hans til þróunar sambands landa okkar gleymist aldrei. Við munum heiðra hann í hjörtum okkar. JOHN MAJOR, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS; Þegar hann stóð uppi á skriðdreka og talaði um lýðræði og framtíð Rússlands, sýndi hann sig að vera gríðarlega hugrakkur maður. VÍTÁTAS LANDSBERGIS, FYRSTI FORSETI LITHÁENS; Jeltsín var vænn maður og hann þoldi ekki pólitísk hrossakaup. Það var gott fyrir Eystrasaltsríkin að hann skyldi verða forseti. Það var Rússland Jeltsíns sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens með því að undirrita tvíhliða samning við okkur sumarið 1991. Hann kom líka okkur til varnar þegar Gorbachev lét sovéska hermenn ráðast á opinberar byggingar í Vilnius. HELMUT KOHL, FYRRVERANDI KANSLARI ÞÝSKALANDS; Ég gleymi því aldrei hvernig hann stjórnaði brottflutningi rússneskra hermanna frá Þýskalandi. Fyrir það verða Þjóðverjar honum ævinlega þakklátir. Erlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Þjóðarleiðtogar bæði fyrrverandi og núverandi hafa farið hlýjum orðum um Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, sem lést í gær. Hér tala nokkrir þeirra. VLADIMIR PUTIN; Maður er látinn sem færði okkur nýja tíma. Nýtt, lýðræðislegt, Rússland varð til. Frjálst ríki sem er opið heiminum. Ríki þar sem valdið er sannarlega í höndum fólksins. BILL CLINTON; Örlögin völdu honum erfiða tíma til þess að stjórna. En sagan mun fara um hann mildum höndum því hann var hugrakkur og staðfastur í stóru málunum. Friði, frelsi og framförum. MIKAEL GORBACHEV; Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Á hans herðum voru stóratburðir sem urðu landinu til góðs. Og alvarleg mistök. Sorgleg örlög. TONY BLAIR; Ég heyrði með söknuði af láti Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Hann var stórmerkur maður, sem sá þörfina fyrir lýðræðislegar- og efnahagslegar úrbætur. Með því að standa vörð um þær gegndi hann lykilhlutverki á mikilvægu augnabliki í sögu Rússlands. JACQUES CHIRAC, FORSETI FRAKKLANDS; Hann lagði alla orku sína, örlæti og vilja í að breyta Rússlandi. Til þess að skapa nútímalegt lýðræðisríki, gefa þjóðinni mannréttindi og frelsi og endurreisa efnahag landsins. ANGELA MERKEL, KANSLARI ÞÝSKALANDS; Boris Jeltsín var mikill persónuleiki bæði í rússneskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var hugrakkur baráttumaður fyrir lýðræði og frelsi og sannur vinur Þýskalands. Framlag hans til þróunar sambands landa okkar gleymist aldrei. Við munum heiðra hann í hjörtum okkar. JOHN MAJOR, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS; Þegar hann stóð uppi á skriðdreka og talaði um lýðræði og framtíð Rússlands, sýndi hann sig að vera gríðarlega hugrakkur maður. VÍTÁTAS LANDSBERGIS, FYRSTI FORSETI LITHÁENS; Jeltsín var vænn maður og hann þoldi ekki pólitísk hrossakaup. Það var gott fyrir Eystrasaltsríkin að hann skyldi verða forseti. Það var Rússland Jeltsíns sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens með því að undirrita tvíhliða samning við okkur sumarið 1991. Hann kom líka okkur til varnar þegar Gorbachev lét sovéska hermenn ráðast á opinberar byggingar í Vilnius. HELMUT KOHL, FYRRVERANDI KANSLARI ÞÝSKALANDS; Ég gleymi því aldrei hvernig hann stjórnaði brottflutningi rússneskra hermanna frá Þýskalandi. Fyrir það verða Þjóðverjar honum ævinlega þakklátir.
Erlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira