Biðlistum í heilbrigðisþjónustu verði útrýmt 29. apríl 2007 19:29 Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. Össur Skarphéðinsson var í miðju kafi að kynna tillögur Samfylkingarinnar þegar vindhviða varð þess valdandi að áhersluskilti flokksins féll á hann. Honum varð ekki meint af en uppskar hlátur meðal flokkssystkyna sinna og áhorfenda. Blaðamannafundurinn var haldinn utanhúss við Kringlu Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins segir staðsetninguna táknræna fyrir þann hóp fólks á biðlistum sem ekki komist inn á spítalana. Áherslumál flokksins eru meðal annars þau að útrýma biðlistum á Barna- og unglingageðdeild, Greiningarstöð ríkisins vegna greiningar á þroskafrávikum barna og vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Nú bíða hátt í 500 börn eftir þjónustu Greiningarstöðvar ríkisins og BUGL og 20-30 mikið veik börn bíða eftir innlögn. Samfylkingin vill að veitt verði bráðaþjónusta á BUGL allan sólarhringinn. Um það bil 400 aldraðir bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og 900 manns til viðbótar þurfa að deila herbergi með öðrum. Flokkurinn vill byggja upp 400 hjúkrunarrými og setja upp sólarhringsþjónustu Landsspítalans við þá sem kjósa að búa heima. Það sé hagkvæmara og mikill kostur fyrir þá sem það kjósa. Ingibjörg segir að ekki sé hægt að sætta sig við að aldraðir í brýnni þörf séu í heimahúsi án viðunandi þjónustu. Launamál og skortur á hjúkrunarstarfsfólki hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Ingibjörg segir að Samfylkingin muni beita sér fyrir hækkun launa í stéttinni og endurmat á hefðbundum kvennastörfum. Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. Össur Skarphéðinsson var í miðju kafi að kynna tillögur Samfylkingarinnar þegar vindhviða varð þess valdandi að áhersluskilti flokksins féll á hann. Honum varð ekki meint af en uppskar hlátur meðal flokkssystkyna sinna og áhorfenda. Blaðamannafundurinn var haldinn utanhúss við Kringlu Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins segir staðsetninguna táknræna fyrir þann hóp fólks á biðlistum sem ekki komist inn á spítalana. Áherslumál flokksins eru meðal annars þau að útrýma biðlistum á Barna- og unglingageðdeild, Greiningarstöð ríkisins vegna greiningar á þroskafrávikum barna og vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Nú bíða hátt í 500 börn eftir þjónustu Greiningarstöðvar ríkisins og BUGL og 20-30 mikið veik börn bíða eftir innlögn. Samfylkingin vill að veitt verði bráðaþjónusta á BUGL allan sólarhringinn. Um það bil 400 aldraðir bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og 900 manns til viðbótar þurfa að deila herbergi með öðrum. Flokkurinn vill byggja upp 400 hjúkrunarrými og setja upp sólarhringsþjónustu Landsspítalans við þá sem kjósa að búa heima. Það sé hagkvæmara og mikill kostur fyrir þá sem það kjósa. Ingibjörg segir að ekki sé hægt að sætta sig við að aldraðir í brýnni þörf séu í heimahúsi án viðunandi þjónustu. Launamál og skortur á hjúkrunarstarfsfólki hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Ingibjörg segir að Samfylkingin muni beita sér fyrir hækkun launa í stéttinni og endurmat á hefðbundum kvennastörfum.
Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels