Heigullinn af Titanic fær uppreist æru Óli Tynes skrifar 3. maí 2007 10:28 Títanic sekkur. Samtímamálverk. Hinn illræmdi skúrkur frá Titanic slysinu hefur nú fengið uppreist æru með bréfi sem einkaritari hans skrifaði skömmu eftir slysið. Sir Cosmo Duff Gordon var hataður og fyrirlitinn í Bretlandi eftir að Titanic sökk. Því var haldið fram að hann hefði borgað fyrir að komast um borð í björgunarbát, og mútað áhöfn hans til að snúa ekki aftur að skipinu til þess að bjarga fleiri farþegum. Sir Cosmo var einn af þekktari fyrirmönnum Bretlands þegar hann steig um borð í Titanic árið 1912 ásamt eiginkonu sinni Lucy, og einkaritara hennar Mabel Francatelli. Hann var menntaður í Eaton og frægur skylmingakappi sem umgekkst hefðarfólk og var aufúsugestur á bestu heimilum. En tilvera hans hrundi til grunna eftir ásakanirnar sem bornar voru fram eftir sjóslysið mikla. Það skipti engu máli þótt hann væri hreinsaður af öllum áburði fyrir sjórétti. Sögurnar lifðu áfram. Persóna hans var jafnvel leikin í kvikmyndinni Titanic árið 1997, sem festi Leonardo DiCaprio upp á stjörnuhimininn. Sir Cosmo sat innilokaður á landareign sinni í Skotlandi þartil hann lést árið 1931. Nýlega fann hinsvegar frændi Mabel Francatelli uppi á háalofti bréf sem hún skrifaði skömmu eftir slysið. Áður en ásakanirnar á hendur Sir Cosmo voru bornar fram. Þar lýsir hún á látlausan hátt því sem gerðist. Hún segir frá því að þau þrjú hafi komið að björgunarbáti sem var hálftómur og skipverjar á Titanic voru að kalla eftir fleiri konum og börnum. Mabel segir frá því að Sir Cosmo hafi reynt að fá þær til þess að fara í bátinn, en þær hafi neitað að yfirgefa hann. Sá bátur hafi þá verið sjósettur. Þau hafi þá farið að næsta báti, sem einnig var verið að sjósetja hálf tóman. Sir Cosmo hafi spurt skipverja hvort konurnar tvær kæmust með. Þær hafi sagt að þær færu því aðeins að hann kæmist líka. Skipverjarnir hafi þá hleypt þeim öllum um borð. Þá var Titanic alveg að sökkva, segir Mabel og skipverjarnir réru bátnum burt eins hratt og þeir gátu til þess að hann sogaðist ekki niður með skipinu. Taldar eru líkur á að sögusagnirnar um Sir Cosmo hafi komist á kreik vegna þess að hann hafi vikið einhverjum skildingum að skipverjunum sem réru bátnum, eftir að þeim hafði verið bjargað. Mabel minnist hinsvegar ekkert á það í bréfi sínu. Bréf Mabel kom fram í dagsljósið þegar frændi hennar kom með það til Christies uppboðshússins, ásamt björgunarvesti hennar. Flestallir þeir sem voru í björgunarbátnum höfðu ritað á það nöfn sín. Vestið verður selt á uppboði og er búist við að það skili einhverjum milljónum króna. Afkomendum Sir Cosmos þykir hinsvegar bréfið sýnu dýrmætara. Erlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Hinn illræmdi skúrkur frá Titanic slysinu hefur nú fengið uppreist æru með bréfi sem einkaritari hans skrifaði skömmu eftir slysið. Sir Cosmo Duff Gordon var hataður og fyrirlitinn í Bretlandi eftir að Titanic sökk. Því var haldið fram að hann hefði borgað fyrir að komast um borð í björgunarbát, og mútað áhöfn hans til að snúa ekki aftur að skipinu til þess að bjarga fleiri farþegum. Sir Cosmo var einn af þekktari fyrirmönnum Bretlands þegar hann steig um borð í Titanic árið 1912 ásamt eiginkonu sinni Lucy, og einkaritara hennar Mabel Francatelli. Hann var menntaður í Eaton og frægur skylmingakappi sem umgekkst hefðarfólk og var aufúsugestur á bestu heimilum. En tilvera hans hrundi til grunna eftir ásakanirnar sem bornar voru fram eftir sjóslysið mikla. Það skipti engu máli þótt hann væri hreinsaður af öllum áburði fyrir sjórétti. Sögurnar lifðu áfram. Persóna hans var jafnvel leikin í kvikmyndinni Titanic árið 1997, sem festi Leonardo DiCaprio upp á stjörnuhimininn. Sir Cosmo sat innilokaður á landareign sinni í Skotlandi þartil hann lést árið 1931. Nýlega fann hinsvegar frændi Mabel Francatelli uppi á háalofti bréf sem hún skrifaði skömmu eftir slysið. Áður en ásakanirnar á hendur Sir Cosmo voru bornar fram. Þar lýsir hún á látlausan hátt því sem gerðist. Hún segir frá því að þau þrjú hafi komið að björgunarbáti sem var hálftómur og skipverjar á Titanic voru að kalla eftir fleiri konum og börnum. Mabel segir frá því að Sir Cosmo hafi reynt að fá þær til þess að fara í bátinn, en þær hafi neitað að yfirgefa hann. Sá bátur hafi þá verið sjósettur. Þau hafi þá farið að næsta báti, sem einnig var verið að sjósetja hálf tóman. Sir Cosmo hafi spurt skipverja hvort konurnar tvær kæmust með. Þær hafi sagt að þær færu því aðeins að hann kæmist líka. Skipverjarnir hafi þá hleypt þeim öllum um borð. Þá var Titanic alveg að sökkva, segir Mabel og skipverjarnir réru bátnum burt eins hratt og þeir gátu til þess að hann sogaðist ekki niður með skipinu. Taldar eru líkur á að sögusagnirnar um Sir Cosmo hafi komist á kreik vegna þess að hann hafi vikið einhverjum skildingum að skipverjunum sem réru bátnum, eftir að þeim hafði verið bjargað. Mabel minnist hinsvegar ekkert á það í bréfi sínu. Bréf Mabel kom fram í dagsljósið þegar frændi hennar kom með það til Christies uppboðshússins, ásamt björgunarvesti hennar. Flestallir þeir sem voru í björgunarbátnum höfðu ritað á það nöfn sín. Vestið verður selt á uppboði og er búist við að það skili einhverjum milljónum króna. Afkomendum Sir Cosmos þykir hinsvegar bréfið sýnu dýrmætara.
Erlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira