Í dag fara fram í Egyptalandi umræður um öryggisástandið í Írak. Í Egyptalandi er nú alþjóðleg ráðstefna um málefni Íraks og er þetta síðari dagurinn. Nágrannar Íraks, Sýrland og Íran, munu ræða við fulltrúa Evrópusambandsins og þjóða í G8 hópnum.
Bandaríkin hafa sakað Sýrlendinga um að hleypa erlendum vígamönnum yfir landamærin og þar með auka á ólgu í Írak. Í gær kom þó tilkynning þar sem bandaríski herinn sagði Sýrlendinga hafa bætt eftirlit sitt. Einnig átti Condoleezza Rice, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, stuttar viðræður við utanríkisráðherra Sýrlendinga.
Rætt um öryggisástandið í Írak í Egyptalandi í dag
