Ferfætta brúðurin fallin frá Óli Tynes skrifar 4. maí 2007 09:27 Það ríkir sorg á heimili Rósu. Frægasta geit Súdans hefur safnast til feðra sinna. Hún hét Rósa. Rósa varð fræg fyrir það að maður að nafni Charles Tombe var neyddur til að kvænast henni. Tombe var gripinn þar sem hann var í áköfum samförum við Rósu. Svo áköfum að eigandi hennar vaknaði af værum blundi og stóð hann að verki. BBC fréttastofan sagði fyrst frá þessu á síðasta ári. Af einhverjum ástæðum fór þessi saga annan hring í kring um heiminn í síðustu viku. Þegar geitasagan fór aftur að skjóta upp kollinum (hornunum ?) sem mest lesna fréttin á fréttavef BBC urðu menn þar undrandi. Fréttin hafði ekki verið endurbirt eða endurskrifuð. Og hundrað þúsund lesendur á dag voru að smella á hana. Málið var því kannað og það kom í ljós að fréttin hafði eignast sitt eigið líf. Einhver lesandi hafði lesið fréttina, haldið að hún væri ný og sent hana til vina sinna. Sem sendu hana til vina sinna. Sem sendu hana......þið skiljið. Og allir skelltu sér á fréttavef BBC til þess að frétta meira. Allt þetta umstang varð til þess að BBC þótti rétt að fylgja fréttinni eftir. Athuga til dæmis hvort hjónabandið hefði enst. Fréttaritarar BBC í Afríku voru ræstir út til þess að hafa upp á hjónunum. Það kom í ljós að það hafði orðið sorgaratburður á heimilinu. Brúðurin var látin. Talið er að banamein hennar hafi verið stór plastpoki sem hún gleypti þegar hún sat að kvöldverði á ruslahaug í borginni Júba, sem er höfuðborg Suður-Súdans. Eiginmaðurinn Charles Tombe var hinsvegar við góða heilsu. Og einnig kiðlingurinn sem Rósa eignaðist áður en hún féll frá. Erlent Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Frægasta geit Súdans hefur safnast til feðra sinna. Hún hét Rósa. Rósa varð fræg fyrir það að maður að nafni Charles Tombe var neyddur til að kvænast henni. Tombe var gripinn þar sem hann var í áköfum samförum við Rósu. Svo áköfum að eigandi hennar vaknaði af værum blundi og stóð hann að verki. BBC fréttastofan sagði fyrst frá þessu á síðasta ári. Af einhverjum ástæðum fór þessi saga annan hring í kring um heiminn í síðustu viku. Þegar geitasagan fór aftur að skjóta upp kollinum (hornunum ?) sem mest lesna fréttin á fréttavef BBC urðu menn þar undrandi. Fréttin hafði ekki verið endurbirt eða endurskrifuð. Og hundrað þúsund lesendur á dag voru að smella á hana. Málið var því kannað og það kom í ljós að fréttin hafði eignast sitt eigið líf. Einhver lesandi hafði lesið fréttina, haldið að hún væri ný og sent hana til vina sinna. Sem sendu hana til vina sinna. Sem sendu hana......þið skiljið. Og allir skelltu sér á fréttavef BBC til þess að frétta meira. Allt þetta umstang varð til þess að BBC þótti rétt að fylgja fréttinni eftir. Athuga til dæmis hvort hjónabandið hefði enst. Fréttaritarar BBC í Afríku voru ræstir út til þess að hafa upp á hjónunum. Það kom í ljós að það hafði orðið sorgaratburður á heimilinu. Brúðurin var látin. Talið er að banamein hennar hafi verið stór plastpoki sem hún gleypti þegar hún sat að kvöldverði á ruslahaug í borginni Júba, sem er höfuðborg Suður-Súdans. Eiginmaðurinn Charles Tombe var hinsvegar við góða heilsu. Og einnig kiðlingurinn sem Rósa eignaðist áður en hún féll frá.
Erlent Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira