Sex íslamskir öfgamenn voru handteknir í gærkvöldi fyrir samsæri um að myrða bandaríska hermenn. Áform voru uppi meðal sexmenningana að drepa hermennina í Fort Dix í New Jersey, en þar eru þjálfunarbúðir fyrir hermenn. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Einn hinna grunuðu mun vera fæddur í Jórdaníu og annar í Tyrklandi. Hinir er taldir vera frá fyrrum Júgóslavíu. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins eru mennirnir annað hvort bandarískir ríkisborgarar, eða búa ólöglega í landinu.
Fréttastofan segir að heimildarmaður hafi leikið stórt hlutverk í rannsókn málsins.
Dómsmálaráðuneytið fyrirhugar að halda blaðamannafund um málið klukkan 18.30 að íslenskum tíma.