Maður slasaðist á fótum eftir að árbakki sem hann stóð á gaf sig rétt ofan við hjólahýsahverfið á Laugarvatni í gærkvöldi. Hann var fluttur slysadeild Landsspítalans og reyndist með opið beinbrot á öðrum fæti og öklabrot á hinum.
Slysið átti sér stað um 300 metrum ofan við hjólahýsahverfið, við svokallaða trúlofunarhríslu. Þegar árbakkinn gaf sig féll maðurinn um einn metra niður í srjótgjótu með þeim afleiðingum að hann brotnaði á báðum fótum. Björgunarsveitin á Laugarvatni var kölluð út til að hjálpa til við að koma manninum niður á veg þaðan sem hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.