Lugovoy ákærður fyrir morðið á Litvinenko Jónas Haraldsson skrifar 22. maí 2007 10:30 Andrei Lugovoy, sem hefur nú verið ákærður fyrir morðið á Alexander Litvinenko. MYND/AP Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. Lögregla við rannsókn á málinu í nóvember síðastliðnum.Breska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Rússlands í Bretlandi á sinn fund í morgun til þess að gera honum grein fyrir því að ætlast væri til þess að Rússar veittu fulla samvinnu í málinu. „Þetta var alvarlegur glæpur og við væntum skilyrðislausrar samvinnu Rússa við að koma þeim ákærða fyrir dóm í Bretlandi. Við komum þessum sjónarhornum okkar sterklega á framfæri við rússneska sendiherrann þegar við töluðum við hann í morgun." sagði Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Heimildarmaður Reuters á skrifstofu aðalsaksóknara í Rússlandi sagði í morgun, eftir að hafa heyrt af ákærunni í máli Litvinenko, að Andrei Lugovoy yrði alls ekki framseldur til Bretlands. „Samkvæmt klásúlu í stjórnarskrá Rússa er óheimilt að framselja rússneska ríkisborgara til annarra landa ef rétta á yfir þeim og Lugovoy virðist vera rússneskur ríkisborgari." sagði heimildarmaðurinn. „Rússar ættu að verða við ósk okkar um að framselja Andrei Lugovoy.“ sagði talsmaður skrifstofu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, nú í morgun. Hann sagði jafnframt að þó svo að Bretland tengdist Rússlandi á efnahagslega og stjórnmálalega vegu ætti það engin áhrif að hafa á framsalsbeiðnina. „Þau tengsl eiga ekki að verða til þess að alþjóðalög verði virt að vettugi og við munum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að farið verði eftir þeim í þessu máli.“ sagði hann enn frekar. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna málsins. Litvinenko á dánarbeði sínu.MYND/APLitvinenko, fyrrum KGB njósnari og harður gagnrýnandi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, lést í nóvember síðastliðnum eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Ráðamenn í Moskvu hafa sagt ásakanirnar fáránlegar. Þær urðu til þess að samskipti Rússa og Breta kólnuðu talsvert. Fréttaskýrendur segja að ákæran í dag gæti orðið til þess að samskiptum þeirra gæti enn hrakað. Erlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. Lögregla við rannsókn á málinu í nóvember síðastliðnum.Breska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Rússlands í Bretlandi á sinn fund í morgun til þess að gera honum grein fyrir því að ætlast væri til þess að Rússar veittu fulla samvinnu í málinu. „Þetta var alvarlegur glæpur og við væntum skilyrðislausrar samvinnu Rússa við að koma þeim ákærða fyrir dóm í Bretlandi. Við komum þessum sjónarhornum okkar sterklega á framfæri við rússneska sendiherrann þegar við töluðum við hann í morgun." sagði Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Heimildarmaður Reuters á skrifstofu aðalsaksóknara í Rússlandi sagði í morgun, eftir að hafa heyrt af ákærunni í máli Litvinenko, að Andrei Lugovoy yrði alls ekki framseldur til Bretlands. „Samkvæmt klásúlu í stjórnarskrá Rússa er óheimilt að framselja rússneska ríkisborgara til annarra landa ef rétta á yfir þeim og Lugovoy virðist vera rússneskur ríkisborgari." sagði heimildarmaðurinn. „Rússar ættu að verða við ósk okkar um að framselja Andrei Lugovoy.“ sagði talsmaður skrifstofu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, nú í morgun. Hann sagði jafnframt að þó svo að Bretland tengdist Rússlandi á efnahagslega og stjórnmálalega vegu ætti það engin áhrif að hafa á framsalsbeiðnina. „Þau tengsl eiga ekki að verða til þess að alþjóðalög verði virt að vettugi og við munum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að farið verði eftir þeim í þessu máli.“ sagði hann enn frekar. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna málsins. Litvinenko á dánarbeði sínu.MYND/APLitvinenko, fyrrum KGB njósnari og harður gagnrýnandi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, lést í nóvember síðastliðnum eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Ráðamenn í Moskvu hafa sagt ásakanirnar fáránlegar. Þær urðu til þess að samskipti Rússa og Breta kólnuðu talsvert. Fréttaskýrendur segja að ákæran í dag gæti orðið til þess að samskiptum þeirra gæti enn hrakað.
Erlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira