
Körfubolti
Zdravevski semur við KR

Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta vetur en félagið hefur náð samkomulagi við Makedóníumanninn Jovan Zdravevski hjá Skallagrími um að leika með liðinu næsta vetur. Í dag framlengdu KR-ingar svo samninga þeirra Fannars Ólafssonar og Pálma Sigurgeirssonar um þrjú ár.