Líkur á verkfalli hjá SAS aukast
Verkalýðsfélag áhafnarmeðlima flugfélagsins SAS hafnaði í dag lokatilboði samningamanna og þar með aukast líkur á verkfalli mikið. Áður hafði félagið sagt að 800 manns muni leggja niður vinnu þann 25. maí vegna vinnuskilyrða og launa. „Við viljum lausn á vinnutíma þar sem þetta var ekki í tilboðinu frá samningamönnunum. Þetta snýst ekki eingöngu um laun. Boltinn er hjá SAS núna." sagði aðalsamningamaður félagsins í morgun.