Fidel Castro, forseti Kúbu, sagði í nótt að heilsa hans hefði batnað verulega. Hann skrifar nú pistla í dagblöð stjórnarinnar á Kúbu til þess að auka áhrif sín á ný en hann hefur ekki sést opinberlega í tíu mánuði.
Castro sagði ástæðuna vera að fyrstu aðgerðirnar hefðu ekki gengið sem skyldi og því hefði hann verið lengur en ella að ná sér. Embættismenn á Kúbu segja aðeins tímaspursmál hvenær Castro tekur aftur við völdum.