Lionsklúbburinn Freyr hefur fært deild R-2 á Landspítala Grensási tvær loftdýnur til sértækra sáravarna að gjöf. Dýnurnar eru af gerðinni Auta Logic 200. Lionsmennirnir í Frey hafa verið sérstakir velunnarar deildarinnar og fært henni margar góðar gjafir.
Deildarstjórinn Hulda Bergvinsdóttir tók við gjöfinni og sannreyndi ágæti hennar með því að leggjast í rúmið.