Skipuleggjendur friðarráðstefnu í Sómalíu hafa frestað henni um einn mánuð. Enn er tekist á í Sómalíu og sagt var að ófyrirsjáanlegir atburðir hefðu leitt til þessar ákvörðunar.
Friðarráðstefnan átti upphaflega að fara fram í maí en var þá frestað vegna þess að ekki taldist öruggt að halda ráðstefnuna í höfuðborginni Mogadishu. Hana áttu að sitja ættbálkahöfðingjar í landinu sem og núverandi stjórnvöld.