Að minnsta kosti þrettán manns létust og um 30 slösuðust í rútuslysi í Þýskalandi í dag. Fjörtíu og átta eldri borgarar voru í rútunni þegar slysið varð á þjóðveginum á milli Halle og Magdeburg í austur Þýskalandi. Fólkið var frá Hopsten i norðvestur Þýskalandi.
Bílstjórinn var einn af þeim sem komst lífs af. Hann sagði rútuna hafa lent í árekstri við vörubíl með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt ofan í djúpan skurð. Rútan endaði á hvolfi sem gerði björgunarstarfið erfitt.