Sjötíu og fimm eru látnir og hundrað og þrjátíu særðir eftir að bílsprengja sprakk nærri Sjía moskvu í miðborg Bagdad í írak í morgun. Aðeins eru um þrjár vikur frá því mannskæð bílsprengja felldi um tuttugu manns á sama svæði. Bandaríski herinn hefur tilkynnt að um tíu þúsund bandarísk og írösk herlið taki nú þátt í umfangsmiklum aðgerðum tengdum Al-kaída í norðurhluta Bagdad.
Erlent