Utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, segir að Frakkar muni aðstoða palestínsku ríkistjórnina með beinni fjárhagslegri aðstoð. Kouchner talaði við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í vikunni og upplýsti hann um áætlanir Frakka. Ekki er vitað hversu mikilli upphæð Frakkar ætla að verja í aðstoðina.
Evrópusambandið segist ætla að hjálpa Abbas að ná tökum á ástandinu, en íslömsku samtökin Hamas náðu völdum í Gaza í síðustu viku.