Reykingabann tekur gildi á Englandi Guðjón Helgason skrifar 30. júní 2007 19:32 Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Bann tók gildi í Skotlandi í mars í fyrra og á Norður-Írlandi og í Wales í apríl síðastliðnum. Sérfróðir segja bannið hafa slæm áhrif á breska menningu sem og fjölþjóðlega víða á Bretlandseyjum. Bannið taki einnig til staða þar sem gert sé út á þjónustu við reykingafólk - þar á meðal eru sérstakar knæpur fyrir vindlareykingamenn. Randal Macdonald, eigandi knæpu þar sem vindlareykingar eru í hávegum hafðar, segir réttast að veita undanþágur líkt og á Spáni og Ítalíu, það hafi verið lagt til í Frakklandi og New York sem og víðar í Bandaríkjunum. Þar geti reykingamenn reykt í herbergjum sem starfsfólk komi ekki inn í. Ekki gangi að reka fólk út, sérstaklega ekki vindlareykingamenn. Það sé óvirðing við reykingafólk og valdi almenningi óþægindum. Macdonald segir reykingahefðir Englendinga í hættu vegna bannsins. Knæpur sem bjóða upp á vatnspípureykingar eru einnig í hættu. Ibrahim El-Nour rekur knæpu sem býður upp á vatnspípur. Hann segir þær mikinn hluta af menningu araba og helstu tekjulind staðarins. Verði ekki veitt undanþága fari staðir sem þessir á hausinn en þeir hafi verið helsti viðkomustaður ungs fólks. Ekki er þó allir ósáttir við bannið og benda á kosti þess. Martin Dockell, baráttumaður gegn reykingum, bendir á að hver megi gera það sem hann vilji við eigin líkama en ekki við líkama annarra og það skipti mestu í þessu máli. Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Bann tók gildi í Skotlandi í mars í fyrra og á Norður-Írlandi og í Wales í apríl síðastliðnum. Sérfróðir segja bannið hafa slæm áhrif á breska menningu sem og fjölþjóðlega víða á Bretlandseyjum. Bannið taki einnig til staða þar sem gert sé út á þjónustu við reykingafólk - þar á meðal eru sérstakar knæpur fyrir vindlareykingamenn. Randal Macdonald, eigandi knæpu þar sem vindlareykingar eru í hávegum hafðar, segir réttast að veita undanþágur líkt og á Spáni og Ítalíu, það hafi verið lagt til í Frakklandi og New York sem og víðar í Bandaríkjunum. Þar geti reykingamenn reykt í herbergjum sem starfsfólk komi ekki inn í. Ekki gangi að reka fólk út, sérstaklega ekki vindlareykingamenn. Það sé óvirðing við reykingafólk og valdi almenningi óþægindum. Macdonald segir reykingahefðir Englendinga í hættu vegna bannsins. Knæpur sem bjóða upp á vatnspípureykingar eru einnig í hættu. Ibrahim El-Nour rekur knæpu sem býður upp á vatnspípur. Hann segir þær mikinn hluta af menningu araba og helstu tekjulind staðarins. Verði ekki veitt undanþága fari staðir sem þessir á hausinn en þeir hafi verið helsti viðkomustaður ungs fólks. Ekki er þó allir ósáttir við bannið og benda á kosti þess. Martin Dockell, baráttumaður gegn reykingum, bendir á að hver megi gera það sem hann vilji við eigin líkama en ekki við líkama annarra og það skipti mestu í þessu máli.
Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira