Kröftug sprenging jafnaði íbúðarhús í Lystrup við Árósa við jörðu rétt eftir miðnætti í gær. Húsið var tómt og ekki er vitað hvað olli sprengingunni.
Þegar lögregla kom á staðinn sendi hún hunda inn í brakið til þess að leita að fólki. Eftir margra klukkustundna leit kom í ljós að enginn var í húsinu. Lögreglan sagði þó að hún vissi að í gær hefði fjölskylda búið í húsinu. Hún hafði ekkert meira um það að segja.
Lögreglan á staðnum hefur þegar útilokað að um gassprengingu hafi verið að ræða.
Nágrönnum var illa brugðið við sprenginguna en engin önnur hús sködduðust í henni.
Erlent