Mennirnir fjórir sem voru sakfelldir fyrir aðild sína að sprengjutilræði í júlí 2005 voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi. Þeir geta þó sótt um reynslulausn eftir 40 ár.
Áætlun þeirra var að setja sprengjur í þrjár neðanjarðarlestir og einn strætisvagn. Dómarinn í málinu sagði þetta vera augljósa tilraun til fjöldamorðs. Þá sagði hann þetta tengt árásunum í Lundúnum sem urðu 52 að bana þann 7. júlí 2005.
Erlent