Körfubolti

Durant neitaði fjögurra milljarða tilboði Adidas

Kevin Durant er fjárhagslega öruggur það sem eftir er ævinnar þó hann hafi ekki spilað eina einustu mínútu í NBA
Kevin Durant er fjárhagslega öruggur það sem eftir er ævinnar þó hann hafi ekki spilað eina einustu mínútu í NBA NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics neitaði á dögunum rúmlega fjögurra milljarða samningstilboði frá íþróttavöruframleiðandanum Adidas og ákvað að halda sig við Nike. Þar fær hann "aðeins" 3,6 milljarða samning fyrir að leika í skóm frá fyrirtækinu næstu sjö árin og þar af fær hann rúmar 600 milljónir beint í vasann við undirritun. Durant var valinn númer tvö í nýliðavalinu í NBA á dögunum.

Durant hefur verið með styrktarsamning frá Nike síðan hann var unglingur og ákvað að halda áfram samstarfinu við fyrirtækið. Hann mun fá sína eigin skólínu eftir fyrsta tímabilið sitt í NBA.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×