Fyrrverandi fangi í Gvantanamó fangelsinu á Kúbu framdi sjálfsmorð með handsprengju í Pakistan í dag, frekar en komast undir manna hendur. Abdullah Mehsud var handtekinn í Afganistan þar sem hann barðist með Talibönum.
Honum var sleppt úr Gvantanamó fangelsinu árið 2004 og tók strax upp vopnin á nýjan leik. Hann þótti djarfur og snjall herforingi og stýrði virkum bardagasveitum talibana í Afganistan.
Meshud var einmitt að koma frá Afganistan aftur til Pakistans þegar pakistanskir leyniþjónustumenn sátu fyrir honum. Hann kaus þá að svipta sig lífi með fyrrgreindum hætti.