Óli Palli ánægður með tveggja daga tónlistarveislu 15. ágúst 2007 12:22 Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður MYND/365 Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag. Þessa tvo daga gefst fólki kostur á að sjá alla helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins enda dagskráin gjörólík og engar hljómsveitir sem koma fram á föstudag verða aftur á laugardag. Ólafur Páll segist hafa falast eftir því að fá Bubba Morthens með gítarinn til að spila en að hann hafi þá verið búinn að bóka sig á Kaupþingstónleikana. Aðspurður hvort Kaupþing hafi yfirboðið Bubba segist hann ekki vita til þess. Kaupþingsmenn hefðu einfaldlega verið á undan. Ólafur segist auk þess mjög ánægður með að tónlistarmenn sem lengi hafi þurft að berjast í bökkum fái borgað fyrir vinnuna sína. Hann segir að aðrir sem falast hafi verið eftir til að spila á Menningarnótt hafi verið geim. Tónleikarnir hafa verið haldnir í fjögur ár og hafa mörg af númerunum sem koma fram á Kaupþingstónleikunm verið á Menningarnótt undanfarin ár og má þar nefna Bubba, Stuðmenn, Sálina og Björgvin Halldórsson. "Sökum smæðarinnar er ljóst að alltaf verða endurtekningar en við reyndum að velja númerin með það í huga að komast hjá þeim," segir Ólafur. Meðal tónlistaratriða á Menningarnótt í ár eru Eivör Pálsdóttir, Ljótu hálfvitarnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus, Megas, Hjálmar, Á móti Sól, Ellen Kristjáns og Mannakorn. Ólafur Páll er ánægður með nýju staðsetningu tónleikanna á Miklatúni og á von á því að bros muni færast yfir gesti meðal annars þegar lög Megasar og Magga Eiríks sem allir þekkja hljóma á túninu. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag. Þessa tvo daga gefst fólki kostur á að sjá alla helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins enda dagskráin gjörólík og engar hljómsveitir sem koma fram á föstudag verða aftur á laugardag. Ólafur Páll segist hafa falast eftir því að fá Bubba Morthens með gítarinn til að spila en að hann hafi þá verið búinn að bóka sig á Kaupþingstónleikana. Aðspurður hvort Kaupþing hafi yfirboðið Bubba segist hann ekki vita til þess. Kaupþingsmenn hefðu einfaldlega verið á undan. Ólafur segist auk þess mjög ánægður með að tónlistarmenn sem lengi hafi þurft að berjast í bökkum fái borgað fyrir vinnuna sína. Hann segir að aðrir sem falast hafi verið eftir til að spila á Menningarnótt hafi verið geim. Tónleikarnir hafa verið haldnir í fjögur ár og hafa mörg af númerunum sem koma fram á Kaupþingstónleikunm verið á Menningarnótt undanfarin ár og má þar nefna Bubba, Stuðmenn, Sálina og Björgvin Halldórsson. "Sökum smæðarinnar er ljóst að alltaf verða endurtekningar en við reyndum að velja númerin með það í huga að komast hjá þeim," segir Ólafur. Meðal tónlistaratriða á Menningarnótt í ár eru Eivör Pálsdóttir, Ljótu hálfvitarnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus, Megas, Hjálmar, Á móti Sól, Ellen Kristjáns og Mannakorn. Ólafur Páll er ánægður með nýju staðsetningu tónleikanna á Miklatúni og á von á því að bros muni færast yfir gesti meðal annars þegar lög Megasar og Magga Eiríks sem allir þekkja hljóma á túninu.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira