Íslenska IKEA dýrara en það sænska Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 30. ágúst 2007 18:45 Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Fáum blöskrar verðið í IKEA eins og sést á gestafjöldanum en menn búast við að hátt í tvær milljónir manna hafi heimsótt búðina nýju í Kauptúni í október, en þá er ár liðið frá opnuninni. Í gær kom svo Ikea bæklingurinn inn á flest heimili landsins - mörgum eflaust til mikillar gleði og má ætla að nokkur hluti kvenþjóðarinnar að minnsta kosti hafi ekki verið viðræðuhæfur í gærkvöldi - en það er óvíst að verðsamanburður fréttastofu gleðji marga. Fréttastofa valdi af handahófi 7 vörur í nýja bæklingnum og bar saman við verð á sömu vörum í Svíþjóð miðað við heimasíðu Ikea þar í landi. Þetta kom í ljós: Hvítur þriggja sæta leðursófi Arild - kostar 99 þúsund og níu hundruð hér - en 93.600 í Svíþjóð. Hann er sjö prósent dýrari á Íslandi. Nýr Linnarp bókaskápur - kostar hér 29.900 en rösklega 25 þúsund í Svíþjóð. Hann er 18% dýrari hér. Margir eru í skrifborðshugleiðingum í skólabyrjun - Jonas skrifborðið kostar 11.950 hér - en rösklega níu þúsund í Svíþjóð. Munurinn - 28%. Fimm lítra stálpottur kostar 4490 hér - 3360 í Svíþjóð. Hann er 34% dýrari hér. Einbreitt Hemnes rúm kostar hér 18.950 - en 12.600 í Svíþjóð. Munurinn er 50%. Og þá er það Nominell skrifborðsstóllinn sem kostar 15.950 hér en 9320 í Svíþjóð. Hann er sjötíu prósent dýrari á Íslandi. Að lokum er það eina húsgagnið í þessu slembiúrtaki sem reyndist ódýrara á Íslandi. Það er sjónvarpsskápur sem kostar hér 39.350 kr - en 42.100 í Svíþjóð. Hann er 6% dýrari í Svíþjóð. Þessi karfa kostar hér samtals 221.090 kr. og er 14% dýrari en í Svíþjóð, 21% dýrari en í Danmörku, 15,5% dýrari en í Bretlandi og 6% dýrari en í Noregi. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir margvíslegar ástæður fyrir þessu, meðal annars hærri laun á Íslandi, dýrari flutninga og óhagkvæmari innkaup. Þá sveiflist gengið, þannig að fyrir tíu dögum hefði útkoman verið önnur. Þórarinn segir auk þess að fjölmargar vörur hafi ekkert hækkað í verði milli ára og sumar jafnvel lækkað. Þannig sé verðhækkun milli bæklinganna 2007 og 2008 aðeins 4-5%, á sama tíma og laun hjá fyrirtækinu hækkuðu um 12-15%. Þess má geta að verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar, sem náði til sex hluta úr Ikea, sýndi að verðið var hæst í Noregi af Norðurlöndunum, en næsthæst á Íslandi. Glöggir áhorfendur hafa kannski furðað sig á að framkvæmdastjórinn ber barmmerki sem á stendur Í starfsþjálfun - en veruleg starfsmannaekla er í Ikea eins og víða í samfélaginu og stjórar ganga í afgreiðslustörf þessa dagana. Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Fáum blöskrar verðið í IKEA eins og sést á gestafjöldanum en menn búast við að hátt í tvær milljónir manna hafi heimsótt búðina nýju í Kauptúni í október, en þá er ár liðið frá opnuninni. Í gær kom svo Ikea bæklingurinn inn á flest heimili landsins - mörgum eflaust til mikillar gleði og má ætla að nokkur hluti kvenþjóðarinnar að minnsta kosti hafi ekki verið viðræðuhæfur í gærkvöldi - en það er óvíst að verðsamanburður fréttastofu gleðji marga. Fréttastofa valdi af handahófi 7 vörur í nýja bæklingnum og bar saman við verð á sömu vörum í Svíþjóð miðað við heimasíðu Ikea þar í landi. Þetta kom í ljós: Hvítur þriggja sæta leðursófi Arild - kostar 99 þúsund og níu hundruð hér - en 93.600 í Svíþjóð. Hann er sjö prósent dýrari á Íslandi. Nýr Linnarp bókaskápur - kostar hér 29.900 en rösklega 25 þúsund í Svíþjóð. Hann er 18% dýrari hér. Margir eru í skrifborðshugleiðingum í skólabyrjun - Jonas skrifborðið kostar 11.950 hér - en rösklega níu þúsund í Svíþjóð. Munurinn - 28%. Fimm lítra stálpottur kostar 4490 hér - 3360 í Svíþjóð. Hann er 34% dýrari hér. Einbreitt Hemnes rúm kostar hér 18.950 - en 12.600 í Svíþjóð. Munurinn er 50%. Og þá er það Nominell skrifborðsstóllinn sem kostar 15.950 hér en 9320 í Svíþjóð. Hann er sjötíu prósent dýrari á Íslandi. Að lokum er það eina húsgagnið í þessu slembiúrtaki sem reyndist ódýrara á Íslandi. Það er sjónvarpsskápur sem kostar hér 39.350 kr - en 42.100 í Svíþjóð. Hann er 6% dýrari í Svíþjóð. Þessi karfa kostar hér samtals 221.090 kr. og er 14% dýrari en í Svíþjóð, 21% dýrari en í Danmörku, 15,5% dýrari en í Bretlandi og 6% dýrari en í Noregi. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir margvíslegar ástæður fyrir þessu, meðal annars hærri laun á Íslandi, dýrari flutninga og óhagkvæmari innkaup. Þá sveiflist gengið, þannig að fyrir tíu dögum hefði útkoman verið önnur. Þórarinn segir auk þess að fjölmargar vörur hafi ekkert hækkað í verði milli ára og sumar jafnvel lækkað. Þannig sé verðhækkun milli bæklinganna 2007 og 2008 aðeins 4-5%, á sama tíma og laun hjá fyrirtækinu hækkuðu um 12-15%. Þess má geta að verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar, sem náði til sex hluta úr Ikea, sýndi að verðið var hæst í Noregi af Norðurlöndunum, en næsthæst á Íslandi. Glöggir áhorfendur hafa kannski furðað sig á að framkvæmdastjórinn ber barmmerki sem á stendur Í starfsþjálfun - en veruleg starfsmannaekla er í Ikea eins og víða í samfélaginu og stjórar ganga í afgreiðslustörf þessa dagana.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira