Íslenska IKEA dýrara en það sænska Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 30. ágúst 2007 18:45 Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Fáum blöskrar verðið í IKEA eins og sést á gestafjöldanum en menn búast við að hátt í tvær milljónir manna hafi heimsótt búðina nýju í Kauptúni í október, en þá er ár liðið frá opnuninni. Í gær kom svo Ikea bæklingurinn inn á flest heimili landsins - mörgum eflaust til mikillar gleði og má ætla að nokkur hluti kvenþjóðarinnar að minnsta kosti hafi ekki verið viðræðuhæfur í gærkvöldi - en það er óvíst að verðsamanburður fréttastofu gleðji marga. Fréttastofa valdi af handahófi 7 vörur í nýja bæklingnum og bar saman við verð á sömu vörum í Svíþjóð miðað við heimasíðu Ikea þar í landi. Þetta kom í ljós: Hvítur þriggja sæta leðursófi Arild - kostar 99 þúsund og níu hundruð hér - en 93.600 í Svíþjóð. Hann er sjö prósent dýrari á Íslandi. Nýr Linnarp bókaskápur - kostar hér 29.900 en rösklega 25 þúsund í Svíþjóð. Hann er 18% dýrari hér. Margir eru í skrifborðshugleiðingum í skólabyrjun - Jonas skrifborðið kostar 11.950 hér - en rösklega níu þúsund í Svíþjóð. Munurinn - 28%. Fimm lítra stálpottur kostar 4490 hér - 3360 í Svíþjóð. Hann er 34% dýrari hér. Einbreitt Hemnes rúm kostar hér 18.950 - en 12.600 í Svíþjóð. Munurinn er 50%. Og þá er það Nominell skrifborðsstóllinn sem kostar 15.950 hér en 9320 í Svíþjóð. Hann er sjötíu prósent dýrari á Íslandi. Að lokum er það eina húsgagnið í þessu slembiúrtaki sem reyndist ódýrara á Íslandi. Það er sjónvarpsskápur sem kostar hér 39.350 kr - en 42.100 í Svíþjóð. Hann er 6% dýrari í Svíþjóð. Þessi karfa kostar hér samtals 221.090 kr. og er 14% dýrari en í Svíþjóð, 21% dýrari en í Danmörku, 15,5% dýrari en í Bretlandi og 6% dýrari en í Noregi. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir margvíslegar ástæður fyrir þessu, meðal annars hærri laun á Íslandi, dýrari flutninga og óhagkvæmari innkaup. Þá sveiflist gengið, þannig að fyrir tíu dögum hefði útkoman verið önnur. Þórarinn segir auk þess að fjölmargar vörur hafi ekkert hækkað í verði milli ára og sumar jafnvel lækkað. Þannig sé verðhækkun milli bæklinganna 2007 og 2008 aðeins 4-5%, á sama tíma og laun hjá fyrirtækinu hækkuðu um 12-15%. Þess má geta að verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar, sem náði til sex hluta úr Ikea, sýndi að verðið var hæst í Noregi af Norðurlöndunum, en næsthæst á Íslandi. Glöggir áhorfendur hafa kannski furðað sig á að framkvæmdastjórinn ber barmmerki sem á stendur Í starfsþjálfun - en veruleg starfsmannaekla er í Ikea eins og víða í samfélaginu og stjórar ganga í afgreiðslustörf þessa dagana. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Fáum blöskrar verðið í IKEA eins og sést á gestafjöldanum en menn búast við að hátt í tvær milljónir manna hafi heimsótt búðina nýju í Kauptúni í október, en þá er ár liðið frá opnuninni. Í gær kom svo Ikea bæklingurinn inn á flest heimili landsins - mörgum eflaust til mikillar gleði og má ætla að nokkur hluti kvenþjóðarinnar að minnsta kosti hafi ekki verið viðræðuhæfur í gærkvöldi - en það er óvíst að verðsamanburður fréttastofu gleðji marga. Fréttastofa valdi af handahófi 7 vörur í nýja bæklingnum og bar saman við verð á sömu vörum í Svíþjóð miðað við heimasíðu Ikea þar í landi. Þetta kom í ljós: Hvítur þriggja sæta leðursófi Arild - kostar 99 þúsund og níu hundruð hér - en 93.600 í Svíþjóð. Hann er sjö prósent dýrari á Íslandi. Nýr Linnarp bókaskápur - kostar hér 29.900 en rösklega 25 þúsund í Svíþjóð. Hann er 18% dýrari hér. Margir eru í skrifborðshugleiðingum í skólabyrjun - Jonas skrifborðið kostar 11.950 hér - en rösklega níu þúsund í Svíþjóð. Munurinn - 28%. Fimm lítra stálpottur kostar 4490 hér - 3360 í Svíþjóð. Hann er 34% dýrari hér. Einbreitt Hemnes rúm kostar hér 18.950 - en 12.600 í Svíþjóð. Munurinn er 50%. Og þá er það Nominell skrifborðsstóllinn sem kostar 15.950 hér en 9320 í Svíþjóð. Hann er sjötíu prósent dýrari á Íslandi. Að lokum er það eina húsgagnið í þessu slembiúrtaki sem reyndist ódýrara á Íslandi. Það er sjónvarpsskápur sem kostar hér 39.350 kr - en 42.100 í Svíþjóð. Hann er 6% dýrari í Svíþjóð. Þessi karfa kostar hér samtals 221.090 kr. og er 14% dýrari en í Svíþjóð, 21% dýrari en í Danmörku, 15,5% dýrari en í Bretlandi og 6% dýrari en í Noregi. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir margvíslegar ástæður fyrir þessu, meðal annars hærri laun á Íslandi, dýrari flutninga og óhagkvæmari innkaup. Þá sveiflist gengið, þannig að fyrir tíu dögum hefði útkoman verið önnur. Þórarinn segir auk þess að fjölmargar vörur hafi ekkert hækkað í verði milli ára og sumar jafnvel lækkað. Þannig sé verðhækkun milli bæklinganna 2007 og 2008 aðeins 4-5%, á sama tíma og laun hjá fyrirtækinu hækkuðu um 12-15%. Þess má geta að verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar, sem náði til sex hluta úr Ikea, sýndi að verðið var hæst í Noregi af Norðurlöndunum, en næsthæst á Íslandi. Glöggir áhorfendur hafa kannski furðað sig á að framkvæmdastjórinn ber barmmerki sem á stendur Í starfsþjálfun - en veruleg starfsmannaekla er í Ikea eins og víða í samfélaginu og stjórar ganga í afgreiðslustörf þessa dagana.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira