Skrítið að sjá Kevin Garnett í grænu 11. október 2007 09:36 Didier Drogba hjá Chelsea heilsar upp á Kevin Garnett í O2 höllinni í gær NordicPhotos/GettyImages Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að Kevin Garnett var þarna að spila sinn fyrsta leik á ferlinum gegn gamla félaginu sínu Minnesota - þar sem hann lék í 12 ár áður en hann skipti í grænt í sumar. Hafi einhver haldið að Boston yrði liðið hans Garnett fyrir vikið, var það ekki að sjá í gær. Það var nefnilega annar nýr liðsmaður Boston, stórskyttan Ray Allen, sem stal senunni og skoraði 28 stig á stuttum tíma með frábærri hittniþ Boston hafði sigur í leiknum 92-81. "Það var rosalega skrítið að sjá Kevin í grænu og í tveimur sóknum var ég næstum því búinn að kasta til hans boltanum," sagði Ricky Davis, leikmaður Minnesota og fyrrum samherji Garnett. Alls voru sex æfingaleikir spilaðir í nótt. Indiana lagði New Orleans 101-96. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en David West 18 fyrir New Orleans. Orlando vann öruggan sigur á Charlotte 123-99. 120 milljón dollara leikmaðurinn Rashard Lewis sneri sig á ökkla og þurfi að fara af velli eftir aðeins 8 mínútur hjá Orlando, en Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og JJ Redick skoraði 19. Gerald Wallace skoraði 19 fyrir Charlotte og Jason Richardson 17 stig. Miami tapaði 106-100 fyrir Atlanta í framlengdum leik. Shaquille O´Neal lék með Miami í fyrsta sinn og skoraði 10 stig á 16 mínútum í fyrri hálfleik. Hann segist í ágætu formi, en Atlanta gekk á lagið í síðari hálfleiknum þegar hann var utan vallar. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Udonis Haslem var stigahæstur hjá Miami með 22 stig og 12 fráköst. Þá skoraði Smush Parker 14 stig fyrir Miami, en hann kom frá Lakers í sumar. Portland lagði LA Clippers 111-102 þar sem gamla brýnið Sam Cassell skoraði 21 stig fyrir Clippers, en hann lýsti því yfir að hann vildi fara til Denver þegar hann verður með lausa samninga næsta sumar. Martell Webster átti frábæran leik hjá Portland þar sem hann skoraði 28 stig úr 14 skotum og LaMarcus Aldridge setti 21 stig. Loks vann Milwaukee annan sigur sinn í röð á undirbúningstímabilinu með því að skella Utah 90-81. Ronnie Brewer skoraði 17 stig fyrir Utah líkt og Michael Redd hjá Milwaukee. Nýliðinn Yi Jianlian skoraði 12 stig fyrir Milwaukee og náði sér betur á strik en í fyrsta leik sínum. NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að Kevin Garnett var þarna að spila sinn fyrsta leik á ferlinum gegn gamla félaginu sínu Minnesota - þar sem hann lék í 12 ár áður en hann skipti í grænt í sumar. Hafi einhver haldið að Boston yrði liðið hans Garnett fyrir vikið, var það ekki að sjá í gær. Það var nefnilega annar nýr liðsmaður Boston, stórskyttan Ray Allen, sem stal senunni og skoraði 28 stig á stuttum tíma með frábærri hittniþ Boston hafði sigur í leiknum 92-81. "Það var rosalega skrítið að sjá Kevin í grænu og í tveimur sóknum var ég næstum því búinn að kasta til hans boltanum," sagði Ricky Davis, leikmaður Minnesota og fyrrum samherji Garnett. Alls voru sex æfingaleikir spilaðir í nótt. Indiana lagði New Orleans 101-96. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en David West 18 fyrir New Orleans. Orlando vann öruggan sigur á Charlotte 123-99. 120 milljón dollara leikmaðurinn Rashard Lewis sneri sig á ökkla og þurfi að fara af velli eftir aðeins 8 mínútur hjá Orlando, en Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og JJ Redick skoraði 19. Gerald Wallace skoraði 19 fyrir Charlotte og Jason Richardson 17 stig. Miami tapaði 106-100 fyrir Atlanta í framlengdum leik. Shaquille O´Neal lék með Miami í fyrsta sinn og skoraði 10 stig á 16 mínútum í fyrri hálfleik. Hann segist í ágætu formi, en Atlanta gekk á lagið í síðari hálfleiknum þegar hann var utan vallar. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Udonis Haslem var stigahæstur hjá Miami með 22 stig og 12 fráköst. Þá skoraði Smush Parker 14 stig fyrir Miami, en hann kom frá Lakers í sumar. Portland lagði LA Clippers 111-102 þar sem gamla brýnið Sam Cassell skoraði 21 stig fyrir Clippers, en hann lýsti því yfir að hann vildi fara til Denver þegar hann verður með lausa samninga næsta sumar. Martell Webster átti frábæran leik hjá Portland þar sem hann skoraði 28 stig úr 14 skotum og LaMarcus Aldridge setti 21 stig. Loks vann Milwaukee annan sigur sinn í röð á undirbúningstímabilinu með því að skella Utah 90-81. Ronnie Brewer skoraði 17 stig fyrir Utah líkt og Michael Redd hjá Milwaukee. Nýliðinn Yi Jianlian skoraði 12 stig fyrir Milwaukee og náði sér betur á strik en í fyrsta leik sínum.
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira