Skrítið að sjá Kevin Garnett í grænu 11. október 2007 09:36 Didier Drogba hjá Chelsea heilsar upp á Kevin Garnett í O2 höllinni í gær NordicPhotos/GettyImages Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að Kevin Garnett var þarna að spila sinn fyrsta leik á ferlinum gegn gamla félaginu sínu Minnesota - þar sem hann lék í 12 ár áður en hann skipti í grænt í sumar. Hafi einhver haldið að Boston yrði liðið hans Garnett fyrir vikið, var það ekki að sjá í gær. Það var nefnilega annar nýr liðsmaður Boston, stórskyttan Ray Allen, sem stal senunni og skoraði 28 stig á stuttum tíma með frábærri hittniþ Boston hafði sigur í leiknum 92-81. "Það var rosalega skrítið að sjá Kevin í grænu og í tveimur sóknum var ég næstum því búinn að kasta til hans boltanum," sagði Ricky Davis, leikmaður Minnesota og fyrrum samherji Garnett. Alls voru sex æfingaleikir spilaðir í nótt. Indiana lagði New Orleans 101-96. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en David West 18 fyrir New Orleans. Orlando vann öruggan sigur á Charlotte 123-99. 120 milljón dollara leikmaðurinn Rashard Lewis sneri sig á ökkla og þurfi að fara af velli eftir aðeins 8 mínútur hjá Orlando, en Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og JJ Redick skoraði 19. Gerald Wallace skoraði 19 fyrir Charlotte og Jason Richardson 17 stig. Miami tapaði 106-100 fyrir Atlanta í framlengdum leik. Shaquille O´Neal lék með Miami í fyrsta sinn og skoraði 10 stig á 16 mínútum í fyrri hálfleik. Hann segist í ágætu formi, en Atlanta gekk á lagið í síðari hálfleiknum þegar hann var utan vallar. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Udonis Haslem var stigahæstur hjá Miami með 22 stig og 12 fráköst. Þá skoraði Smush Parker 14 stig fyrir Miami, en hann kom frá Lakers í sumar. Portland lagði LA Clippers 111-102 þar sem gamla brýnið Sam Cassell skoraði 21 stig fyrir Clippers, en hann lýsti því yfir að hann vildi fara til Denver þegar hann verður með lausa samninga næsta sumar. Martell Webster átti frábæran leik hjá Portland þar sem hann skoraði 28 stig úr 14 skotum og LaMarcus Aldridge setti 21 stig. Loks vann Milwaukee annan sigur sinn í röð á undirbúningstímabilinu með því að skella Utah 90-81. Ronnie Brewer skoraði 17 stig fyrir Utah líkt og Michael Redd hjá Milwaukee. Nýliðinn Yi Jianlian skoraði 12 stig fyrir Milwaukee og náði sér betur á strik en í fyrsta leik sínum. NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að Kevin Garnett var þarna að spila sinn fyrsta leik á ferlinum gegn gamla félaginu sínu Minnesota - þar sem hann lék í 12 ár áður en hann skipti í grænt í sumar. Hafi einhver haldið að Boston yrði liðið hans Garnett fyrir vikið, var það ekki að sjá í gær. Það var nefnilega annar nýr liðsmaður Boston, stórskyttan Ray Allen, sem stal senunni og skoraði 28 stig á stuttum tíma með frábærri hittniþ Boston hafði sigur í leiknum 92-81. "Það var rosalega skrítið að sjá Kevin í grænu og í tveimur sóknum var ég næstum því búinn að kasta til hans boltanum," sagði Ricky Davis, leikmaður Minnesota og fyrrum samherji Garnett. Alls voru sex æfingaleikir spilaðir í nótt. Indiana lagði New Orleans 101-96. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en David West 18 fyrir New Orleans. Orlando vann öruggan sigur á Charlotte 123-99. 120 milljón dollara leikmaðurinn Rashard Lewis sneri sig á ökkla og þurfi að fara af velli eftir aðeins 8 mínútur hjá Orlando, en Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og JJ Redick skoraði 19. Gerald Wallace skoraði 19 fyrir Charlotte og Jason Richardson 17 stig. Miami tapaði 106-100 fyrir Atlanta í framlengdum leik. Shaquille O´Neal lék með Miami í fyrsta sinn og skoraði 10 stig á 16 mínútum í fyrri hálfleik. Hann segist í ágætu formi, en Atlanta gekk á lagið í síðari hálfleiknum þegar hann var utan vallar. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Udonis Haslem var stigahæstur hjá Miami með 22 stig og 12 fráköst. Þá skoraði Smush Parker 14 stig fyrir Miami, en hann kom frá Lakers í sumar. Portland lagði LA Clippers 111-102 þar sem gamla brýnið Sam Cassell skoraði 21 stig fyrir Clippers, en hann lýsti því yfir að hann vildi fara til Denver þegar hann verður með lausa samninga næsta sumar. Martell Webster átti frábæran leik hjá Portland þar sem hann skoraði 28 stig úr 14 skotum og LaMarcus Aldridge setti 21 stig. Loks vann Milwaukee annan sigur sinn í röð á undirbúningstímabilinu með því að skella Utah 90-81. Ronnie Brewer skoraði 17 stig fyrir Utah líkt og Michael Redd hjá Milwaukee. Nýliðinn Yi Jianlian skoraði 12 stig fyrir Milwaukee og náði sér betur á strik en í fyrsta leik sínum.
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira