Hitað upp fyrir NBA-deildina - Norðvesturriðillinn 30. október 2007 17:51 Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen verða væntanlega sterkir með Boston Celtics í vetur. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195) Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Seattle: Kevin Durant Norðvesturriðillinn Seattle SuperSonics Liðið fékk annan valrétt í nýliðavalinu og fékk Kevin Durant frá Texas. Meiðsli Greg Oden gera það að verkum að hann þykir líklegastur til að hreppa nafnbótina Nýliði ársins í NBA-deildinni. Durant þykir ekki sterkur varnarmaður en er þeim mun sterkari í sókninni eins og hann sýndi í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í sumar. Þetta verður þó að öllum líkindum síðasta tímabili félagsins í borginni þar sem ekkert gengur í samræðum við borgaryfirvöld í Seattle um byggingu nýrrar leikhallar. Eigendur liðsins eru frá Oklahoma og þykir líklegt að liðið flytji þangað. New Orleans Hornets spilaði í Oklahoma með góðum árangri eftir fellibylinn Katrínu og mun það auðvelda skiptin fyrir eigendurnar. Lykilmaður Portland: Brandon Roy. Portland Trail Blazers Liðið fékk fyrsta valrétt í nýliðavali deildarinnar og varð Greg Oden fyrir valinu. Hann hefði styrkt liðið gríðarlega mikið en nú er ljóst að hann missir af tímabilinu vegna meiðsla. Það er vitanlega gríðarlegt áfall fyrir Portland sem undanfarin ár hefur ekki verið upp á sitt besta. Til að bæta gráu á svart eru þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge báðir tæpir vegna meiðsla. Í kvöld mætir liðið ríkjandi meisturum í San Antonio á útivelli og búast ekki margir við að liðið hafi erindi sem erfiði í Texas. Liðið gerði ágæta hluti á undirbúningstímabilinu og vann þar fjóra leiki af sjö. Lykilmaður Utah: Deron Williams. Utah Jazz Átti mjög gott tímabil í fyrra og margir óttast að væntingarnar fyrir þetta tímabil gæti orðið liðinu að falli. Væntingarnar eru þó verðskuldaðar þar sem liðið er vel skipað og þykir vera meðal tíu bestu liða deildarinnar. Hvernig verður tímabilið hjá Andrei Kirilenko? Rússinn var valinn besti leikmaður Evrópumótsins í sumar en hefur aldrei þótt standa almennilega undir væntingum hjá Utah. Síðasta tímabil hans var hans allra slakasta á ferlinum. Ef hann nær sér vel á strik verður gott lið aðeins betra. Liðið missti þó gríðarlega mikið þegar Derek Fisher fór aftur til LA Lakers og vantar tilfinnilega góðan skotbakvörð. Þeir leikmenn sem eru hjá liðinu nú þykja annað hvort ekki nægilega góðir eða eiga eftir að sanna sig. Jerry Sloan mun þó væntanlega ná að reka liðið áfram í vetur enda þaulreyndur. Hann er nú að hefja sitt 20. tímabil sem þjálfari Utah Jazz. Lykilmaður Denver: Carmelo Anthony. Denver Nuggets Allen Iverson og félagar hans í Nuggets hafa tröllatrú á sjálfum sér. Iverson hefur meira að segja sagt að hann telji að liðið geti unnið 60 leiki á tímabilinu. Hvort það eigi eftir að rætast verður að koma í ljós. Liðið er þó gríðarlega öflugt með þeim Iverson og Carmelo Anthony innanborðs. Iverson kom til Nuggets í desember í fyrra en liðinu gekk engu að síður ekki eins vel og menn höfðu búist við. Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar mætti liðið verðandi meisturunum, San Antonio. Nuggets vann reyndar fyrsta leikinn á heimavelli San Antonio en tapaði þeim fjórum næstu. Þeir eru þó margir sem telja að Nuggets eigi heima í hópi „Vesturstrandarelítunnar" - San Antonio, Phoenix og Dallas. Lykilmaður Minnesota: Al Jefferson. Minnesota Timberwolves Al Jefferson er aðalmaðurinn hjá Minnesota í ár en hann kom frá Boston Celtics í sumar. Margir telja þó að liðið sé eitt það allra slakasta í deildinni eftir rækilega tiltekt Kevin McHale og félaga í yfirstjórn félagsins. Greinilegt er að það á að byggja upp frá grunni í Minnesota. Félagið sendi frá sér þá Mark Blount og Ricky Davis til Miami í skiptum fyrir Antwoin Walker. Það mun koma í hlut ungu leikmannanna, eins og Jefferson og Randy Foye að bera þetta lið á herðum sér. Kevin Garnett er farinn frá Minnesota eftir að hafa leikið með liðinu í tólf ár. Það er klárlega mikill missir enda Garnett einhver besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira
Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195) Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Seattle: Kevin Durant Norðvesturriðillinn Seattle SuperSonics Liðið fékk annan valrétt í nýliðavalinu og fékk Kevin Durant frá Texas. Meiðsli Greg Oden gera það að verkum að hann þykir líklegastur til að hreppa nafnbótina Nýliði ársins í NBA-deildinni. Durant þykir ekki sterkur varnarmaður en er þeim mun sterkari í sókninni eins og hann sýndi í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í sumar. Þetta verður þó að öllum líkindum síðasta tímabili félagsins í borginni þar sem ekkert gengur í samræðum við borgaryfirvöld í Seattle um byggingu nýrrar leikhallar. Eigendur liðsins eru frá Oklahoma og þykir líklegt að liðið flytji þangað. New Orleans Hornets spilaði í Oklahoma með góðum árangri eftir fellibylinn Katrínu og mun það auðvelda skiptin fyrir eigendurnar. Lykilmaður Portland: Brandon Roy. Portland Trail Blazers Liðið fékk fyrsta valrétt í nýliðavali deildarinnar og varð Greg Oden fyrir valinu. Hann hefði styrkt liðið gríðarlega mikið en nú er ljóst að hann missir af tímabilinu vegna meiðsla. Það er vitanlega gríðarlegt áfall fyrir Portland sem undanfarin ár hefur ekki verið upp á sitt besta. Til að bæta gráu á svart eru þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge báðir tæpir vegna meiðsla. Í kvöld mætir liðið ríkjandi meisturum í San Antonio á útivelli og búast ekki margir við að liðið hafi erindi sem erfiði í Texas. Liðið gerði ágæta hluti á undirbúningstímabilinu og vann þar fjóra leiki af sjö. Lykilmaður Utah: Deron Williams. Utah Jazz Átti mjög gott tímabil í fyrra og margir óttast að væntingarnar fyrir þetta tímabil gæti orðið liðinu að falli. Væntingarnar eru þó verðskuldaðar þar sem liðið er vel skipað og þykir vera meðal tíu bestu liða deildarinnar. Hvernig verður tímabilið hjá Andrei Kirilenko? Rússinn var valinn besti leikmaður Evrópumótsins í sumar en hefur aldrei þótt standa almennilega undir væntingum hjá Utah. Síðasta tímabil hans var hans allra slakasta á ferlinum. Ef hann nær sér vel á strik verður gott lið aðeins betra. Liðið missti þó gríðarlega mikið þegar Derek Fisher fór aftur til LA Lakers og vantar tilfinnilega góðan skotbakvörð. Þeir leikmenn sem eru hjá liðinu nú þykja annað hvort ekki nægilega góðir eða eiga eftir að sanna sig. Jerry Sloan mun þó væntanlega ná að reka liðið áfram í vetur enda þaulreyndur. Hann er nú að hefja sitt 20. tímabil sem þjálfari Utah Jazz. Lykilmaður Denver: Carmelo Anthony. Denver Nuggets Allen Iverson og félagar hans í Nuggets hafa tröllatrú á sjálfum sér. Iverson hefur meira að segja sagt að hann telji að liðið geti unnið 60 leiki á tímabilinu. Hvort það eigi eftir að rætast verður að koma í ljós. Liðið er þó gríðarlega öflugt með þeim Iverson og Carmelo Anthony innanborðs. Iverson kom til Nuggets í desember í fyrra en liðinu gekk engu að síður ekki eins vel og menn höfðu búist við. Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar mætti liðið verðandi meisturunum, San Antonio. Nuggets vann reyndar fyrsta leikinn á heimavelli San Antonio en tapaði þeim fjórum næstu. Þeir eru þó margir sem telja að Nuggets eigi heima í hópi „Vesturstrandarelítunnar" - San Antonio, Phoenix og Dallas. Lykilmaður Minnesota: Al Jefferson. Minnesota Timberwolves Al Jefferson er aðalmaðurinn hjá Minnesota í ár en hann kom frá Boston Celtics í sumar. Margir telja þó að liðið sé eitt það allra slakasta í deildinni eftir rækilega tiltekt Kevin McHale og félaga í yfirstjórn félagsins. Greinilegt er að það á að byggja upp frá grunni í Minnesota. Félagið sendi frá sér þá Mark Blount og Ricky Davis til Miami í skiptum fyrir Antwoin Walker. Það mun koma í hlut ungu leikmannanna, eins og Jefferson og Randy Foye að bera þetta lið á herðum sér. Kevin Garnett er farinn frá Minnesota eftir að hafa leikið með liðinu í tólf ár. Það er klárlega mikill missir enda Garnett einhver besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira