Boston valtaði yfir Denver 8. nóvember 2007 09:38 Það er gaman í Boston þessa dagana og hér fagna þeir Kevin Garnett og Paul Pierce auðveldum sigri á Denver í nótt NordicPhotos/GettyImages Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Þríeyki þeirra Boston manna fór mikinn í auðveldum sigri á Denver og hitti liðið úr 74% skota sinna í fyrri hálfleik. Paul Pierce skoraði 26 stig í leiknum og Ray Allen 22, en Kevin Garnett var besti maður vallarins og skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var stigahæstur í arfaslöku Denverliði með 22 stig. LA Clippers heldur áfram mjög óvæntri byrjun sinni og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð í upphafi tímabils með því að skella Indiana á útivelli 104-89. Sam Cassell skoraði 35 stig fyrir Clippers og Chris Kaman hirti 22 fráköst, en Danny Granger skoraði 16 stig fyrir heimamenn. Phoenix lá í Atlanta Atlanta gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix á heimavelli sínum 105-96. Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta og Marvin Williams var með 20 stig og 12 fráköst. Steve Nash var góður í liði Phoenix með 34 stig og 11 stoðsendingar og hitti úr 7 af 10 þristum. Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Það var einmitt í fráköstunum sem heimamenn skópu sigurinn með því að vinna baráttuna 56-40. Philadelphia rúllaði yfir Charlotte 94-63 og virðist lið Charlotte gjörsamlega heillum horfið eftir að leikstjórnandinn Raymond Felton meiddist á dögunum. Andre Iguodala skoraði 19 stig fyrir heimamenn en Roy Carroll setti 16 fyrir slaka gestina. Orlando lagði Toronto á útivelli 105-96 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði einnig 24 stig, en Chris Bosh var bestur hjá Kanadaliðinu með 26 stig og 10 fráköst. Enn tapar Miami San Antonio færði Miami fjórða tapið í röð í deildinni með 88-78 sigri á heimavelli. Manu Ginobili skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - sem hefur nú tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum. Seattle er enn án sigurs í deildarkeppninni og tapaði fimmta leiknum í röð í nótt. Seattle tapaði heima fyrir Memphis 105-98 þar sem Rudy Gay gerði 25 stig fyrir Memphis en Chris Wilcox setti 21 fyrir Seattle. Portland vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja New Orleans nokkuð óvænt 93-90 og var þetta jafnframt fyrsta tap New Orleans. David West átti stórleik hjá New Orleans og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, en það dugði ekki til. Martell Webster og Jarrett Jack skoruðu 20 stig hvor fyrir Portland. Stórkostlegur leikur LeBron James dugði ekki Loks vann Utah dramatískan sigur á Cleveland 103-101 þar sem leikstjórnandinn Deron Williams tryggði heimamönnum sigur með sniðskoti rúmri sekúndu fyrir leikslok. Áður hafði LeBron James jafnað leikinn fyrir Cleveland með ótrúlegum þristi. James var besti maður vallarins og náði tröllaþrennu með 32 stigum, 15 fráköstum og 13 stoðsendingum. Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah með 24 stig af bekknum og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst. NBA Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira
Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Þríeyki þeirra Boston manna fór mikinn í auðveldum sigri á Denver og hitti liðið úr 74% skota sinna í fyrri hálfleik. Paul Pierce skoraði 26 stig í leiknum og Ray Allen 22, en Kevin Garnett var besti maður vallarins og skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var stigahæstur í arfaslöku Denverliði með 22 stig. LA Clippers heldur áfram mjög óvæntri byrjun sinni og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð í upphafi tímabils með því að skella Indiana á útivelli 104-89. Sam Cassell skoraði 35 stig fyrir Clippers og Chris Kaman hirti 22 fráköst, en Danny Granger skoraði 16 stig fyrir heimamenn. Phoenix lá í Atlanta Atlanta gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix á heimavelli sínum 105-96. Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta og Marvin Williams var með 20 stig og 12 fráköst. Steve Nash var góður í liði Phoenix með 34 stig og 11 stoðsendingar og hitti úr 7 af 10 þristum. Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Það var einmitt í fráköstunum sem heimamenn skópu sigurinn með því að vinna baráttuna 56-40. Philadelphia rúllaði yfir Charlotte 94-63 og virðist lið Charlotte gjörsamlega heillum horfið eftir að leikstjórnandinn Raymond Felton meiddist á dögunum. Andre Iguodala skoraði 19 stig fyrir heimamenn en Roy Carroll setti 16 fyrir slaka gestina. Orlando lagði Toronto á útivelli 105-96 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði einnig 24 stig, en Chris Bosh var bestur hjá Kanadaliðinu með 26 stig og 10 fráköst. Enn tapar Miami San Antonio færði Miami fjórða tapið í röð í deildinni með 88-78 sigri á heimavelli. Manu Ginobili skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - sem hefur nú tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum. Seattle er enn án sigurs í deildarkeppninni og tapaði fimmta leiknum í röð í nótt. Seattle tapaði heima fyrir Memphis 105-98 þar sem Rudy Gay gerði 25 stig fyrir Memphis en Chris Wilcox setti 21 fyrir Seattle. Portland vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja New Orleans nokkuð óvænt 93-90 og var þetta jafnframt fyrsta tap New Orleans. David West átti stórleik hjá New Orleans og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, en það dugði ekki til. Martell Webster og Jarrett Jack skoruðu 20 stig hvor fyrir Portland. Stórkostlegur leikur LeBron James dugði ekki Loks vann Utah dramatískan sigur á Cleveland 103-101 þar sem leikstjórnandinn Deron Williams tryggði heimamönnum sigur með sniðskoti rúmri sekúndu fyrir leikslok. Áður hafði LeBron James jafnað leikinn fyrir Cleveland með ótrúlegum þristi. James var besti maður vallarins og náði tröllaþrennu með 32 stigum, 15 fráköstum og 13 stoðsendingum. Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah með 24 stig af bekknum og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst.
NBA Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira