Phil Jackson: Shaq er ekki búinn 23. nóvember 2007 16:45 Jackson og O´Neal voru góðir saman hjá Lakers NordicPhotos/GettyImages Phila Jackson, fyrrum þjálfari Shaquille O´Neal hjá LA Lakers, er ósammála þeim fullyrðingum margra að miðherjinn sé búinn að vera sökum aldurs. Jackson vann á sínum tíma þrjá meistaratitla með O´Neal hjá Lakers, en tröllið hefur ekki byrjað vel á leiktíðinni með Miami í haust og blaðamenn vestanhafs eru margir farnir að afskrifa þann stóra. Jackson er ekki sammála þessu en segist skilja kollega sinn Pat Riley hjá Miami og þá ákvörðun hans að skipta O´Neal af velli eftir innan við mínútu í leik á dögunum - þar sem Riley þótti sá stóri ekki standa sig í varnarleiknum. "Var hann ekki að spila annan leikinn sinn á tveimur dögum? Og Riley leyfði honum ekki að hita upp," sagði Jackson glottandi. "Ég held að Riley hafi bara verið að senda honum smá skilaboð. Þetta verður örugglega betra í framtíðinni." Jackson segist sjálfur ekki hafa notað viðlíka aðferðir þegar hann þjálfaði O´Neal á sínum tíma, en kom honum í skemmtilegan bobba í eitt skiptið. "Ég spurði hann einu sinni í leikhléi hvort hann vissi hvað hefði verið ótrúlegasta metið sem Wilt Chamberlain setti á ferlinum. Hann giskaði á að það hefði verið þegar Wilt var með 50 stig að meðaltali eina leiktíðina - en það var ekki rétt svar. "Ég sagði honum þá að það hefði verið þegar Wilt spilaði allar mínúturnar í hverjum einasta leik nema tvær - allt tímabilið. Ég spurði Shaq hvort hann héldi að hann gæti gert það sjálfur, maðurinn sem kallaði sjálfan sig Ofurmennið? Hann sagði já - og ég lét á það reyna. Hann spilaði nánast hverja mínútu í fjóra eða fimm leiki í röð en eftir það taldi hann nóg komið af svo góðu," sagði Jackson. "Hann komst nú reyndar í fínt form eftir þetta og mér fannst hann bregðast ágætlega við áskoruninni." Jackson vill ekki kaupa það að O´Neal sé búinn að vera. "Ég sá að það var einhver að reyna að halda útför hans í blöðunum um daginn og binda enda á feril hans, en ég held að hann eigi eftir að standa sig ágætlega í vetur," sagði hinn nífaldi NBA meistari. NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
Phila Jackson, fyrrum þjálfari Shaquille O´Neal hjá LA Lakers, er ósammála þeim fullyrðingum margra að miðherjinn sé búinn að vera sökum aldurs. Jackson vann á sínum tíma þrjá meistaratitla með O´Neal hjá Lakers, en tröllið hefur ekki byrjað vel á leiktíðinni með Miami í haust og blaðamenn vestanhafs eru margir farnir að afskrifa þann stóra. Jackson er ekki sammála þessu en segist skilja kollega sinn Pat Riley hjá Miami og þá ákvörðun hans að skipta O´Neal af velli eftir innan við mínútu í leik á dögunum - þar sem Riley þótti sá stóri ekki standa sig í varnarleiknum. "Var hann ekki að spila annan leikinn sinn á tveimur dögum? Og Riley leyfði honum ekki að hita upp," sagði Jackson glottandi. "Ég held að Riley hafi bara verið að senda honum smá skilaboð. Þetta verður örugglega betra í framtíðinni." Jackson segist sjálfur ekki hafa notað viðlíka aðferðir þegar hann þjálfaði O´Neal á sínum tíma, en kom honum í skemmtilegan bobba í eitt skiptið. "Ég spurði hann einu sinni í leikhléi hvort hann vissi hvað hefði verið ótrúlegasta metið sem Wilt Chamberlain setti á ferlinum. Hann giskaði á að það hefði verið þegar Wilt var með 50 stig að meðaltali eina leiktíðina - en það var ekki rétt svar. "Ég sagði honum þá að það hefði verið þegar Wilt spilaði allar mínúturnar í hverjum einasta leik nema tvær - allt tímabilið. Ég spurði Shaq hvort hann héldi að hann gæti gert það sjálfur, maðurinn sem kallaði sjálfan sig Ofurmennið? Hann sagði já - og ég lét á það reyna. Hann spilaði nánast hverja mínútu í fjóra eða fimm leiki í röð en eftir það taldi hann nóg komið af svo góðu," sagði Jackson. "Hann komst nú reyndar í fínt form eftir þetta og mér fannst hann bregðast ágætlega við áskoruninni." Jackson vill ekki kaupa það að O´Neal sé búinn að vera. "Ég sá að það var einhver að reyna að halda útför hans í blöðunum um daginn og binda enda á feril hans, en ég held að hann eigi eftir að standa sig ágætlega í vetur," sagði hinn nífaldi NBA meistari.
NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira