Umfangsmikil norsk rannsókn sýnir að mæður beita börn sín mun oftar líkamlegum refsingum en feðurnir.
Samkvæmt könnuninni hafa 20 prósent barna upplifað að mæðurnar leggi hendur á þau, en 14 prósent hafa upplifað barsmíðar af hálfu föður.
Það var stofnunin NOVA sem gerði rannsóknina. NOVA er rannsóknarstofa í félagsvísindum sem meðal annars rannsakar fjölskyldur, börn og uppeldisskilyrði.
Danska Nyhedsavisen segir frá þessari rannsókn og lítur til þess hvernig málum er háttað í Danmörku.
Þar hefur verið bannað að berja börn í tíu ár. Á tíu ára afmæli bannsins var gerð könnun á því hvernig til hefði tekist. Niðurstaðan var sú að börn væru barin í stórum stíl.
Fjögur af hverjum tíu börnum höfðu orðið fyrir ofbeldi á heimilinu. Í Danmörku eru hinsvegar ekki til tölur um það hvort foreldrana leggur oftar hendur á börn sín.
Fjölskyldusálfræðingurinn Ulla Dyrlöv segir við Nyhedsavisen að hún sé ekkert hissa á þeirri niðurstöðu að mæður berji börn sín oftar en feðurnir.
Mæðurnar séu meira með börnin, og auk þess hafi einstæðum mæðrum fjölgað stórlega.