Jólaævintýrið heldur áfram í Portland 22. desember 2007 12:27 Leikmenn Portland fagna innilega NordicPhotos/GettyImages Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni. Flestir bjuggust við að leiktíðin yrði ekki upp á marga fiska hjá Portland eftir að nýliði liðsins Greg Oden meiddist í sumar og gæti ekki spilað með liðinu alla leiktíðina. Liðið hefur hinsvegar sprungið út í vetur og ungir leikmenn liðsins hafa fleytt því á lengstu sigurgöngu vetrarins í NBA deildinni. Martell Webster skoraði 19 stig í nótt og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge 18 hvor. Þetta er lengsta sigurganga Portland síðan leiktíðina 2001-02. "Hverjum hefði dottið í hug að það yrði Portland en ekki Phoenix eða Dallas sem næði lengstu sigurrispunni í vetur," sagði Roy ánægður eftir sigurinn. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 34 stig hvor fyrir Denver en það dugði ekki til. Liðin leika saman í Norðvesturriðlinum í Vesturdeildinni og nú er Portland aðeins hársbreidd frá því að komast á toppinn í riðlinum - upp fyrir Denver og Utah, sem fyrirfram voru taldir öruggir sigurvegarar í riðlinum. Boston burstaði Chicago í nótt 107-82 þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston en Ben Gordon var með 19 stig hjá Chicago. Utah vann loksins á útivelli eftir ömurlegt gengi undanfarið þegar liðið burstaði Orlando 113-94. Stuðningsmenn Orlando bauluðu á liðið, sem virðist heillum horfið eftir frábæra byrjun í vetur - rétt eins og gestirnir frá Utah. Paul Millsap setti persónulegt met með 28 stigum og Carlos Boozer skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard var með 20 stig og 13 fráköst. LA Lakers vann fyrsta leik sinn í Philadelphia í næstum átta ár 106-101. Andrew Bynum skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Lakers en Andre Miller var með 21 stig hjá heimamönnum. Atlanta lagði Washington 97-92 þar sem Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington. New York er komið aftur á tapbraut eftir góðan sigur á Cleveland á dögunum. Liðið lá fyrir Charlotte á útivelli í nótt 105-95 þar sem Gerald Wallace var með 27 stig fyrir Charlotte en Nate Robinson skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit burstaði Memphis 94-67. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis. Minnesota náði loksins fjórða leik sinn í vetur þegar það skellti Indiana nokkuð óvænt 131-118. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en Al Jefferson var að venju öflugur hjá Minnesota með 29 stig og 13 fráköst. Dallas lagði LA Clippers 102-89 og vann þar með fimmta leikinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en Chris Kaman skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Toronto 123-115. Chris Bosh var með 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto en Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle. NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni. Flestir bjuggust við að leiktíðin yrði ekki upp á marga fiska hjá Portland eftir að nýliði liðsins Greg Oden meiddist í sumar og gæti ekki spilað með liðinu alla leiktíðina. Liðið hefur hinsvegar sprungið út í vetur og ungir leikmenn liðsins hafa fleytt því á lengstu sigurgöngu vetrarins í NBA deildinni. Martell Webster skoraði 19 stig í nótt og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge 18 hvor. Þetta er lengsta sigurganga Portland síðan leiktíðina 2001-02. "Hverjum hefði dottið í hug að það yrði Portland en ekki Phoenix eða Dallas sem næði lengstu sigurrispunni í vetur," sagði Roy ánægður eftir sigurinn. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 34 stig hvor fyrir Denver en það dugði ekki til. Liðin leika saman í Norðvesturriðlinum í Vesturdeildinni og nú er Portland aðeins hársbreidd frá því að komast á toppinn í riðlinum - upp fyrir Denver og Utah, sem fyrirfram voru taldir öruggir sigurvegarar í riðlinum. Boston burstaði Chicago í nótt 107-82 þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston en Ben Gordon var með 19 stig hjá Chicago. Utah vann loksins á útivelli eftir ömurlegt gengi undanfarið þegar liðið burstaði Orlando 113-94. Stuðningsmenn Orlando bauluðu á liðið, sem virðist heillum horfið eftir frábæra byrjun í vetur - rétt eins og gestirnir frá Utah. Paul Millsap setti persónulegt met með 28 stigum og Carlos Boozer skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard var með 20 stig og 13 fráköst. LA Lakers vann fyrsta leik sinn í Philadelphia í næstum átta ár 106-101. Andrew Bynum skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Lakers en Andre Miller var með 21 stig hjá heimamönnum. Atlanta lagði Washington 97-92 þar sem Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington. New York er komið aftur á tapbraut eftir góðan sigur á Cleveland á dögunum. Liðið lá fyrir Charlotte á útivelli í nótt 105-95 þar sem Gerald Wallace var með 27 stig fyrir Charlotte en Nate Robinson skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit burstaði Memphis 94-67. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis. Minnesota náði loksins fjórða leik sinn í vetur þegar það skellti Indiana nokkuð óvænt 131-118. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en Al Jefferson var að venju öflugur hjá Minnesota með 29 stig og 13 fráköst. Dallas lagði LA Clippers 102-89 og vann þar með fimmta leikinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en Chris Kaman skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Toronto 123-115. Chris Bosh var með 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto en Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle.
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira