Stór yfirlýsing hjá Boston 31. desember 2007 04:24 Kevin Garnett lét ekki skurð við augað stöðva sig í Staples Center í nótt NordicPhotos/GettyImages Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91. Boston vann þar með 13 af 14 leikjum sínum í desember og lauk árinu með fjórum sigrum í jafnmörgum leikjum á ferðalagi í Vesturdeildinni síðan á annan í jólum. Boston hafði frumkvæðið allan leikinn í nótt en lið heimamanna, sem hefur spilað mjög vel undanfarið, komst aldrei í taktinn í leiknum. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst þrátt fyrir að fá ljótan skurð á andlitið í látunum. Kobe Bryant var stigahæstu í liði Lakers með 22 stig en átti afleitan leik og hitti aðeins úr 6 af 25 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum og voru alls dæmdar sjö tæknivillur á leikmenn og þjálfara. Boston vann sigur í báðum viðureignum þessara fornu fjenda í vetur og er Boston með langbesta árangurinn í deildinni, 26 sigra og aðeins 3 töp. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt, en hefur unnið 10 af 13 síðustu leikjum sínum. Sigur Boston í nótt þýddi að Phil Jackson fór ekki upp fyrir goðsögnina Red Auerbach yfir flesta sigra þjálfara á ferlinum, en þeir sitja jafnir í sjöunda sæti listans með 938 sigra. Chicago burstaði New York á útivelli 100-83 þar sem Ben Gordon skoraði 25 stig af bekknum hjá Chicago en Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Þetta var annar sigur Chicago í röð en New York hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum fyrir áramót og er það þriðji versti árangur í sögu félagsins. Portland burstaði Philadelphia 97-82 á heimavelli og vann þar með 13. sigurinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu félagsins en metið er 16 leikir og var sett leiktíðina 1990-91. Tíu af þessum 13 sigrum hafa komið í Rose Garden, heimavelli liðsins. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland í nótt með 22 stig en Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir gestina sem skoruðu aðeins 9 stig gegn 35 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum. Golden State stöðvaði 7 leikja sigurgöngu Denver með 105-95 útisigri. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og 10 fráköst en liðið hitti skelfilega úr skotum sínum (34,5%). Baron Davis skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 23 stig. San Antonio rótburstaði Memphis 111-87 á heimavelli og færði slöku liði Memphis fimmta tapið í röð. Tim Duncan skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði sömuleiðis 24 stig. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis sem tapaði frákastaeinvíginu 46-32. Phoenix vann öruggan útisigur á Sacramento 117-102. Amare Stoudemire skroaði 31 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 25 stig, Leandro Barbosa 22 stig og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 30 stig fyrir Sacramento, John Salomons 23 og Mikki Moore 20 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91. Boston vann þar með 13 af 14 leikjum sínum í desember og lauk árinu með fjórum sigrum í jafnmörgum leikjum á ferðalagi í Vesturdeildinni síðan á annan í jólum. Boston hafði frumkvæðið allan leikinn í nótt en lið heimamanna, sem hefur spilað mjög vel undanfarið, komst aldrei í taktinn í leiknum. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst þrátt fyrir að fá ljótan skurð á andlitið í látunum. Kobe Bryant var stigahæstu í liði Lakers með 22 stig en átti afleitan leik og hitti aðeins úr 6 af 25 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum og voru alls dæmdar sjö tæknivillur á leikmenn og þjálfara. Boston vann sigur í báðum viðureignum þessara fornu fjenda í vetur og er Boston með langbesta árangurinn í deildinni, 26 sigra og aðeins 3 töp. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt, en hefur unnið 10 af 13 síðustu leikjum sínum. Sigur Boston í nótt þýddi að Phil Jackson fór ekki upp fyrir goðsögnina Red Auerbach yfir flesta sigra þjálfara á ferlinum, en þeir sitja jafnir í sjöunda sæti listans með 938 sigra. Chicago burstaði New York á útivelli 100-83 þar sem Ben Gordon skoraði 25 stig af bekknum hjá Chicago en Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Þetta var annar sigur Chicago í röð en New York hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum fyrir áramót og er það þriðji versti árangur í sögu félagsins. Portland burstaði Philadelphia 97-82 á heimavelli og vann þar með 13. sigurinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu félagsins en metið er 16 leikir og var sett leiktíðina 1990-91. Tíu af þessum 13 sigrum hafa komið í Rose Garden, heimavelli liðsins. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland í nótt með 22 stig en Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir gestina sem skoruðu aðeins 9 stig gegn 35 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum. Golden State stöðvaði 7 leikja sigurgöngu Denver með 105-95 útisigri. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og 10 fráköst en liðið hitti skelfilega úr skotum sínum (34,5%). Baron Davis skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 23 stig. San Antonio rótburstaði Memphis 111-87 á heimavelli og færði slöku liði Memphis fimmta tapið í röð. Tim Duncan skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði sömuleiðis 24 stig. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis sem tapaði frákastaeinvíginu 46-32. Phoenix vann öruggan útisigur á Sacramento 117-102. Amare Stoudemire skroaði 31 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 25 stig, Leandro Barbosa 22 stig og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 30 stig fyrir Sacramento, John Salomons 23 og Mikki Moore 20 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira