Skaðinn af REI-málinu Jakob Frímann Magnússon skrifar 10. febrúar 2008 06:00 Umræðan REI-málið REI-stýrihópurinn hefur skilað langþráðri skýrslu sinni um „skandalinn“ sem skekið hefur íslenskt samfélag mánuðum saman, kostað viðvarandi umrót í borgarstjórn og reynt verulega á þolrif landsmann. Niðurstaðan er þessi: Svigrúm borgarstjóra til stærri ákvarðana ber að skýra og kaupréttarsamningar starfsmanna sameinaðs orkuútrásarfyrirtækis REI og Geysis Green kynnu að vera umdeilanlegir. Það var nú allt og sumt. Og þá má spyrja hvort gengið hafi verið til góðs. Kommar í bisnessDatt einhverjum í hug að hægt væri að kalla Bjarna Ármannsson , Hannes Smárason og þeirra liðsmenn til samstarfs án kaupréttarsamninga og kjara sambærlegum þeim sem almennt tíðkast á þeirra vettvangi? Taldi einhver að sá mannskapur allur mundi hefja störf á launakjörum opinberra starsfmanna og án þeirra gulróta sem knýja að jafnaði einkageirann – þ.e. hlutdeild í gróða ef einhver verður? Og hefði verið skynsamlegt að gera í sameinuðu fyrirtæki upp á milli þeirra starfsmanna sem áður störfuðu hjá Geysi Green og þeirra sem komu frá REI? Það er e.t.v. skiljanlegt að gömlu Stalínistarnir í VG færu á límingunum við tilhugsunina um að fyrrum starfsmenn „hins opinbera“ nytu í nýju sameinuðu útrásarfyrirtæki nútímalegra kjarabóta ef vel tækist til. En var hagsmunum okkar Reykvíkinga best borgið með því að láta VG hrópa málið af dagskrá eða að fela þeim að semja viðskiptamódel orkuútrásarinnar? Er Bingi Einar Ben 21.aldarinnar?Í umræðunni hefur að undanförnu sjaldnast verið minnst á þann stórkostlega samning sem Björn Ingi gerði fyrir hönd Reykvíkinga, sumsé að pakka saman þekkingu starfsmanna Hitaveitunnar og verðmeta á heila 10 milljarða. Það virtist satt að segja ótrúlega góður díll fyrir okkur Reykvíkinga. Væri einhver tilbúinn að reiða fram þá 10 milljarða í dag? Er einhver af hinum framsæknu útrásarmönnum Íslands tilbúinn að stíga „einka“- dans við „hið opinbera“ á þessu sviði eftir það sem á undan er gengið? Þeir einkaaðilar sem nú er gengnir frá ævintýrinu laskaðir og vonsviknir, munu að líkindum ekki mæla sérstaklega með slíku samkrulli í sínum hópi í bráð. Við hefðum satt að segja þurft á því að halda í miðju skammdeginu og svartagallsrausinu sem einkennir samfélagið um þessar mundir, að hafa einn til tvo alvöru athafnamenn til að leiða öfluga orkuútrás og tala framtíðina upp fremur en hitt. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiriVinstri grænum tókst ætlunarverk sitt. Að hrópa Úlfur! Úlfur! nægilega oft til að fella meirihluta borgarstjórnar og skipa sjálfum sér þar til forsætis með heilögum umbóta- og vandlætingarsvip. Tímabundið. Sá svipur var vægast sagt orðinn eilítið kindarlegur er moðskýrslan var loks fram reidd. Upp úr krafsinu hlaust ekki bara skaði upp á 10 milljarða heldur a.m.k. annað eins í trúverðuleika og trausti sem „hið opinbera“ glutraði í þessari snautlegu vegferð. Alvöru fjármála – og útrásarmenn munu að óbreyttu ekki treysta sér með áhættufjármagn sitt í púkk með „hinu opinbera“ eftir þetta. Fyrrum bankar „hins opinbera“ bera gleggst vitni þeim aulagangi sem einkennt hefur „hið opinbera“ í öllum bisness á Íslandi til þessa: Bankar sem seldir voru á 10 milljarða 2003 voru 2007 eftir stjórn einkaaðila metnir á 600 milljarða. Þegar óáþreifanleg þekking jarðfræðinga og verkfræðinga Hitaveitunnar fæst metin á 10 milljarða og sóknarfærin blasa við um víða veröld fyrir tilstuðlan einkaaðila, þá leyfa skammsýnir pólitíkusar sér að hleypa öllu upp og blása viðskiptin af borðinu í einu vetfangi. Án þess einu sinni að gera sér grein fyrir eigin skaðræði. Allt fyrir tímabundna setu á forsetastóli borgarstjórnar ? Sjálfsagt er að menn taki tilmælin í skýrslu stýrihópsins til greina. Mikilvægast er þó að kjörnir fulltrúar læri af þessari reynslu hvernig á EKKI að halda á sameiginlegum fjöreggjum landsmanna.Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Umræðan REI-málið REI-stýrihópurinn hefur skilað langþráðri skýrslu sinni um „skandalinn“ sem skekið hefur íslenskt samfélag mánuðum saman, kostað viðvarandi umrót í borgarstjórn og reynt verulega á þolrif landsmann. Niðurstaðan er þessi: Svigrúm borgarstjóra til stærri ákvarðana ber að skýra og kaupréttarsamningar starfsmanna sameinaðs orkuútrásarfyrirtækis REI og Geysis Green kynnu að vera umdeilanlegir. Það var nú allt og sumt. Og þá má spyrja hvort gengið hafi verið til góðs. Kommar í bisnessDatt einhverjum í hug að hægt væri að kalla Bjarna Ármannsson , Hannes Smárason og þeirra liðsmenn til samstarfs án kaupréttarsamninga og kjara sambærlegum þeim sem almennt tíðkast á þeirra vettvangi? Taldi einhver að sá mannskapur allur mundi hefja störf á launakjörum opinberra starsfmanna og án þeirra gulróta sem knýja að jafnaði einkageirann – þ.e. hlutdeild í gróða ef einhver verður? Og hefði verið skynsamlegt að gera í sameinuðu fyrirtæki upp á milli þeirra starfsmanna sem áður störfuðu hjá Geysi Green og þeirra sem komu frá REI? Það er e.t.v. skiljanlegt að gömlu Stalínistarnir í VG færu á límingunum við tilhugsunina um að fyrrum starfsmenn „hins opinbera“ nytu í nýju sameinuðu útrásarfyrirtæki nútímalegra kjarabóta ef vel tækist til. En var hagsmunum okkar Reykvíkinga best borgið með því að láta VG hrópa málið af dagskrá eða að fela þeim að semja viðskiptamódel orkuútrásarinnar? Er Bingi Einar Ben 21.aldarinnar?Í umræðunni hefur að undanförnu sjaldnast verið minnst á þann stórkostlega samning sem Björn Ingi gerði fyrir hönd Reykvíkinga, sumsé að pakka saman þekkingu starfsmanna Hitaveitunnar og verðmeta á heila 10 milljarða. Það virtist satt að segja ótrúlega góður díll fyrir okkur Reykvíkinga. Væri einhver tilbúinn að reiða fram þá 10 milljarða í dag? Er einhver af hinum framsæknu útrásarmönnum Íslands tilbúinn að stíga „einka“- dans við „hið opinbera“ á þessu sviði eftir það sem á undan er gengið? Þeir einkaaðilar sem nú er gengnir frá ævintýrinu laskaðir og vonsviknir, munu að líkindum ekki mæla sérstaklega með slíku samkrulli í sínum hópi í bráð. Við hefðum satt að segja þurft á því að halda í miðju skammdeginu og svartagallsrausinu sem einkennir samfélagið um þessar mundir, að hafa einn til tvo alvöru athafnamenn til að leiða öfluga orkuútrás og tala framtíðina upp fremur en hitt. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiriVinstri grænum tókst ætlunarverk sitt. Að hrópa Úlfur! Úlfur! nægilega oft til að fella meirihluta borgarstjórnar og skipa sjálfum sér þar til forsætis með heilögum umbóta- og vandlætingarsvip. Tímabundið. Sá svipur var vægast sagt orðinn eilítið kindarlegur er moðskýrslan var loks fram reidd. Upp úr krafsinu hlaust ekki bara skaði upp á 10 milljarða heldur a.m.k. annað eins í trúverðuleika og trausti sem „hið opinbera“ glutraði í þessari snautlegu vegferð. Alvöru fjármála – og útrásarmenn munu að óbreyttu ekki treysta sér með áhættufjármagn sitt í púkk með „hinu opinbera“ eftir þetta. Fyrrum bankar „hins opinbera“ bera gleggst vitni þeim aulagangi sem einkennt hefur „hið opinbera“ í öllum bisness á Íslandi til þessa: Bankar sem seldir voru á 10 milljarða 2003 voru 2007 eftir stjórn einkaaðila metnir á 600 milljarða. Þegar óáþreifanleg þekking jarðfræðinga og verkfræðinga Hitaveitunnar fæst metin á 10 milljarða og sóknarfærin blasa við um víða veröld fyrir tilstuðlan einkaaðila, þá leyfa skammsýnir pólitíkusar sér að hleypa öllu upp og blása viðskiptin af borðinu í einu vetfangi. Án þess einu sinni að gera sér grein fyrir eigin skaðræði. Allt fyrir tímabundna setu á forsetastóli borgarstjórnar ? Sjálfsagt er að menn taki tilmælin í skýrslu stýrihópsins til greina. Mikilvægast er þó að kjörnir fulltrúar læri af þessari reynslu hvernig á EKKI að halda á sameiginlegum fjöreggjum landsmanna.Höfundur er tónlistarmaður
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun