Þjálfarar KR þurfa að hlaupa 22 spretti 17. nóvember 2008 21:31 Benedikt Guðmundsson er eflaust farinn að sjá eftir samkomulaginu sem hann gerði við leikmenn sína Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. "Menn mætu með blóðbragð í munninum í kvöld en menn hafa dálítið verið að velja sér leiki til þess að undanförnu og það gengur ekki. Menn hafa mætt vel klárir í leikina á móti suðurnesjaliðunum en menn verða að gera í hverjum einasta leik og það er nokkuð sem ég er að reyna að fá fram hjá þeim," sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leikinn. Benedikt gaf það upp í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag að hann hefði hótað strákunum í liðinu að láta þá hlaupa einn sprett fyrir hvert stig umfram 70 sem Njarðvíkingar myndu skora í kvöld - en hann og Ingi Þór aðstoðarmaður hans áttu á sama hátt að hlaupa einn sprett fyrir hvert stig sem KR héldi Njarðvík undir 70 stigunum. "Ég fékk strákana til að lofa því að hlaupa eitt "suicide" fyrir hvert stig sem Njarðvík myndi skora umfram 70 stigin, en við þjálfararnir ætluðum að taka einn sprett fyrir hvert stig sem þeir héldu þeim undir 70 stigum - svo ég er svona mátulega hress," sagði Benedikt glottandi. "Við sömdum reyndar um að þeir myndu hlaupa þessa spretti á brókinni, en þeir kannast ekki við það núna," sagði Fannar Ólafsson, miðherji KR og hló þegar Vísir spurði hann út í samninginn. Benedikt sagði herbragð KR-inga í kvöld hafa verið að halda aftur af skyttum Njarðvíkinga og það hefði tekist. "Við lögðum upp með að loka á Loga og Magnús og það fór ekki mikið fyrir þeim. Ég held þeir hafi verið með tvö stig samanlagt í fyrri hálfleik. Það var algjört forgangsverkefni að stöðva þá," sagði Benedikt. En er hægt að stöðva KR-liðið sem nú hefur unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni? "Við höfum nú reynt að stoppa okkur sjálfir í vetur, þannig að með samstilltu átaki okkar sjálfra og andstæðinganna er það ábyggilega hægt," sagði Benedikt í léttum dúr. Dominos-deild karla Tengdar fréttir KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54 Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. "Menn mætu með blóðbragð í munninum í kvöld en menn hafa dálítið verið að velja sér leiki til þess að undanförnu og það gengur ekki. Menn hafa mætt vel klárir í leikina á móti suðurnesjaliðunum en menn verða að gera í hverjum einasta leik og það er nokkuð sem ég er að reyna að fá fram hjá þeim," sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leikinn. Benedikt gaf það upp í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag að hann hefði hótað strákunum í liðinu að láta þá hlaupa einn sprett fyrir hvert stig umfram 70 sem Njarðvíkingar myndu skora í kvöld - en hann og Ingi Þór aðstoðarmaður hans áttu á sama hátt að hlaupa einn sprett fyrir hvert stig sem KR héldi Njarðvík undir 70 stigunum. "Ég fékk strákana til að lofa því að hlaupa eitt "suicide" fyrir hvert stig sem Njarðvík myndi skora umfram 70 stigin, en við þjálfararnir ætluðum að taka einn sprett fyrir hvert stig sem þeir héldu þeim undir 70 stigum - svo ég er svona mátulega hress," sagði Benedikt glottandi. "Við sömdum reyndar um að þeir myndu hlaupa þessa spretti á brókinni, en þeir kannast ekki við það núna," sagði Fannar Ólafsson, miðherji KR og hló þegar Vísir spurði hann út í samninginn. Benedikt sagði herbragð KR-inga í kvöld hafa verið að halda aftur af skyttum Njarðvíkinga og það hefði tekist. "Við lögðum upp með að loka á Loga og Magnús og það fór ekki mikið fyrir þeim. Ég held þeir hafi verið með tvö stig samanlagt í fyrri hálfleik. Það var algjört forgangsverkefni að stöðva þá," sagði Benedikt. En er hægt að stöðva KR-liðið sem nú hefur unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni? "Við höfum nú reynt að stoppa okkur sjálfir í vetur, þannig að með samstilltu átaki okkar sjálfra og andstæðinganna er það ábyggilega hægt," sagði Benedikt í léttum dúr.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54 Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54
Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44
Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14