Roman Calderon, forseti Real Madrid, sagði í kvöld að Brasilíumaðurinn Robinho væri ekki til sölu. Chelsea hefur gært tæplega tuttugu milljóna punda tilboð í hann.
Enskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Robinho er spenntur fyrir því að fara til Chelsea þar sem landi hans, Luiz Felipe Scolari, er við stjórnvölinn.
Calderon sagði við fréttastofu BBC að Robinho væri ekki á förum. „Þjálfarinn (Bernd Schuster) sagði að hann vilji hafa Robinho í liðinu. Við sjáum engan möguleika á því að Robinho sé á förum frá Real Madrid."
