Dikta fær aðstoð frá Svíþjóð 20. nóvember 2008 04:30 Rokksveitin gefur út nýtt lag á næstunni sem nefnist Let Go. MYND/ANTON Rokkararnir í Diktu eru að ljúka upptökum á nýju lagi, Let Go, sem fer líklega í spilun í byrjun desember. Fylgir það eftir vinsældum, Just Getting Started, sem kom út í sumar og fór á toppinn bæði hjá Rás 2 og X-inu. Svínn Jens Bogren mun hljóðblanda og leggja lokahönd á laginu en hann var upptökustjóri nýjustu plötu sænsku þungarokkssveitarinnar Opeth sem hefur getið sér gott orð að undanförnu. Bæði Let Go og Just Getting Started verða á næstu plötu Diktu sem er væntanleg eftir áramót. Dikta hafði stefnt á að fara í tónleikaferð til Bandaríkjanna á næstunni og taka plötuna síðan upp á vormánuðum. Þá kom babb í bátinn. „Þau plön eru farin að snúast í höndunum á okkur því gengið er orðið tvöfalt," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Sveitin fékk góðar viðtökur á Airwaves-hátíðinni í síðasta mánuði og varpaði á tónleikum sínum á breiðtjald samsettri mynd af Gordon Brown með Ísland í heljargreipum. Vakti það mikla athygli tónleikagesta. „Eftir tónleikana voru margir ánægðir með þetta en nú er búið að leysa það mál. Við fáum bara alla skuldasúpuna," segir Haukur. - fb Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokkararnir í Diktu eru að ljúka upptökum á nýju lagi, Let Go, sem fer líklega í spilun í byrjun desember. Fylgir það eftir vinsældum, Just Getting Started, sem kom út í sumar og fór á toppinn bæði hjá Rás 2 og X-inu. Svínn Jens Bogren mun hljóðblanda og leggja lokahönd á laginu en hann var upptökustjóri nýjustu plötu sænsku þungarokkssveitarinnar Opeth sem hefur getið sér gott orð að undanförnu. Bæði Let Go og Just Getting Started verða á næstu plötu Diktu sem er væntanleg eftir áramót. Dikta hafði stefnt á að fara í tónleikaferð til Bandaríkjanna á næstunni og taka plötuna síðan upp á vormánuðum. Þá kom babb í bátinn. „Þau plön eru farin að snúast í höndunum á okkur því gengið er orðið tvöfalt," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Sveitin fékk góðar viðtökur á Airwaves-hátíðinni í síðasta mánuði og varpaði á tónleikum sínum á breiðtjald samsettri mynd af Gordon Brown með Ísland í heljargreipum. Vakti það mikla athygli tónleikagesta. „Eftir tónleikana voru margir ánægðir með þetta en nú er búið að leysa það mál. Við fáum bara alla skuldasúpuna," segir Haukur. - fb
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira