Lakers vann Kyrrahafsriðilinn 12. apríl 2008 13:36 Chris Paul og Kobe Bryant áttust við í nótt en þeir hafa verið tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar í vetur NordcPhotos/GettyImages Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Lakers mætti vel stefnt til leiks gegn New Orleans í nótt og náði fljótlega 30 stiga forystu. New Orleans náði að saxa þessa forystu niður í aðeins eitt stig í síðari hálfleik en lengra komst liðið ekki. Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Lakers, Pau Gasol skoraði 25 stig, Derek Fisher 15 og Lamar Odom var með 13 stig og 16 fráköst. Peja Stojakovic var mðe 24 stig hjá gestunum, Tyson Chandler 18 og Jannero Pargo 17. Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 17 stoðsendingar. Houston vann góðan sigur á Phoenix á heimavelli sínum í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport 101-90. Sigur heimamanna var nokkuð öruggur og var Tracy McGrady stigahæstur í jöfnu liði Houston með 22 stig en Amare Stoudemire skoraði 37 stig fyrir Phoenix. LeBron James skoraði 24 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhluta en það dugði Cleveland ekki þegar liðið tapaði fyrir Chicago 100-95. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando tapaði óvænt heima vyrir Minnesota 102-101. Hedo Turkoglu skoraði 23 fyrir Orlando en Randy Foye 25 fyrir Minnesota. Indiana hélt í vonina um sæti í úrslitakeppninni með sigri á Philadelphia á útivelli. Danny Granger skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana en Andre MIller var með 23 fyrir Philadelphia. Toronto burstaði New Jersey 113-85. Carlos Delfino skoraði 24 stig fyrir toronto en Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey. Boston lagði Milwaukee örugglega heima 102-86. Rajon Rondo skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Boston en Michael Redd var með 18 stig hjá Milwaukee. Memphis lagði Miami á útivelli 96-91 og tryggði Miami sér lélegasta árangur ársins með tapinu - hefur aðeins unnið 16 leiki í vetur. Atlanta er nú hársbreidd frá því að tryggja sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni eftir sigur á New York á útivelli 116-104. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta en Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir New York. San Antonio vann auðveldan sigur á Seattle 95-74 en missti reyndar Manu Ginobili af velli í nótt eftir að hann meiddist á nára. Tony Parker skoraði 20 stig fyrir meistarana en Kevin Durant 20 fyrir Seattle. Loks vann Sacramento sannfærandi sigur á Portland 103-86 þar sem John Salmons skoraði 18 stig fyrir Sacramento en LaMarcus Aldridge var með 24 stig og 15 fráköst hjá Portland. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira
Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Lakers mætti vel stefnt til leiks gegn New Orleans í nótt og náði fljótlega 30 stiga forystu. New Orleans náði að saxa þessa forystu niður í aðeins eitt stig í síðari hálfleik en lengra komst liðið ekki. Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Lakers, Pau Gasol skoraði 25 stig, Derek Fisher 15 og Lamar Odom var með 13 stig og 16 fráköst. Peja Stojakovic var mðe 24 stig hjá gestunum, Tyson Chandler 18 og Jannero Pargo 17. Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 17 stoðsendingar. Houston vann góðan sigur á Phoenix á heimavelli sínum í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport 101-90. Sigur heimamanna var nokkuð öruggur og var Tracy McGrady stigahæstur í jöfnu liði Houston með 22 stig en Amare Stoudemire skoraði 37 stig fyrir Phoenix. LeBron James skoraði 24 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhluta en það dugði Cleveland ekki þegar liðið tapaði fyrir Chicago 100-95. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando tapaði óvænt heima vyrir Minnesota 102-101. Hedo Turkoglu skoraði 23 fyrir Orlando en Randy Foye 25 fyrir Minnesota. Indiana hélt í vonina um sæti í úrslitakeppninni með sigri á Philadelphia á útivelli. Danny Granger skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana en Andre MIller var með 23 fyrir Philadelphia. Toronto burstaði New Jersey 113-85. Carlos Delfino skoraði 24 stig fyrir toronto en Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey. Boston lagði Milwaukee örugglega heima 102-86. Rajon Rondo skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Boston en Michael Redd var með 18 stig hjá Milwaukee. Memphis lagði Miami á útivelli 96-91 og tryggði Miami sér lélegasta árangur ársins með tapinu - hefur aðeins unnið 16 leiki í vetur. Atlanta er nú hársbreidd frá því að tryggja sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni eftir sigur á New York á útivelli 116-104. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta en Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir New York. San Antonio vann auðveldan sigur á Seattle 95-74 en missti reyndar Manu Ginobili af velli í nótt eftir að hann meiddist á nára. Tony Parker skoraði 20 stig fyrir meistarana en Kevin Durant 20 fyrir Seattle. Loks vann Sacramento sannfærandi sigur á Portland 103-86 þar sem John Salmons skoraði 18 stig fyrir Sacramento en LaMarcus Aldridge var með 24 stig og 15 fráköst hjá Portland. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira