Það kannast sjálfsagt margir ökumenn við að hafa litið í hliðarspegilinn áður en þeir beygðu, og ekki séð neitt vegna þess að bíllinn á eftir var of nálægt.
Ford verksmiðjurnar hafa nú séð við þessu. Frá næsta ári verða settir nýir speglar á alla þeirra bíla, sem sýna blinda blettinn efst í horni spegilsins. Verksmiðjurnar eiga von á því að þetta muni fækka árekstrum til muna.