Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital: Við erum öll á sama báti 31. desember 2008 06:00 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital Í augnablikinu ganga yfir land og þjóð efnahagslegar hamfarir. Þessar hamfarir eru ekki einskorðaðar við Ísland heldur er um hnattræna þróun að ræða. Við munum á næstunni ganga í gegnum eina dýpstu kreppu í manna minnum og því er eðlilegt að staldrað sé við og gaumgæft hvort gengið hafi verið til góðs. Landsmenn hafa á undanförnum 15 árum notið efnahagsbata og kaupmáttaraukningar sem er langt fram úr því sem gerst hefur hjá öðrum þjóðum. Þótt samdráttur í landsframleiðslu á næsta ári kunni að verða allt að 15%, færir það okkur þó ekki nema þrjú ár aftur í tímann. Land og þjóð hafa notið velgengni íslenskra fyrirtækja, útrásar og landvinninga, sem því miður er komið bakslag í, en við Íslendingar erum vön því að fást við aflahret og vinnutarnir á víxl. Það er mikilvægt í þeim nornaveiðum sem nú virðast hafnar að fyllast ekki dómhörku og benda of víða, því við erum öll á sama báti og ættum að hjálpast að við að ausa meðan enn lekur. Þegar skútan er komin í trausta höfn er kannski tími til að fara í persónuleg uppgjör eða leita ástæðna en sem stendur ættum við öll að ausa sem mest við getum. Fátt er mikilvægara nú um stundir en að þétta raðirnar og standa saman að þeirri efnahagslegu uppbyggingu sem mun fara fram. Reiði og gremja eru slæmir meðreiðasveinar við það verk sem nú þarf að vinna. Vandamálin sem eru aðsteðjandi nú um stundir eru fjarri því að vera óyfirstíganleg. Það sem þarf til er verkstjórn til að taka á þessum vandamálum skref fyrir skref. Of mikið hefur virst af handahófskenndum lagasetningum og afgreiðslum sem viðbrögð við áreiti, fremur en því að aðgerðir einkennist af festu, yfirsýn og framsýni. Mörg þessara vandamála eru tæknileg í eðli sínu og hafa tafir við úrlausnir valdið frekari skaða en nauðsynlegt er. Um árabil höfum við tekið þátt í samfélagi þjóðanna, stjórnmálalega og efnahagslega, og tekið upp þær almennu leikreglur sem gilda í þeim samskiptum. Við þurfum að sýna að við séum þess bær að vera áfram þátttakendur í þessu samfélagi, en séum ekki þjóð sem segir sig frá skuldbindingum eða ábyrgð er gefur á bátinn og ekki hentar að lúta þessum reglum. Til að ná aftur vopnum okkar er lykilatriði að semja við erlenda og innlenda kröfuhafa gömlu bankanna og leyfa þeim sem rauneigendum bankanna að hlutast til um ráðstöfun eigna og meðferð búanna. Þetta þarf að gerast samkvæmt leikreglum, gagnsætt og með hámörkun verðmæta að leiðarljósi, þannig að við verðum ekki dæmd á skóggang í samfélagi þjóðanna. Með þessu næst einnig fram dreifðari eignaraðild að nýju bönkunum og minni pólitísk afskipti, sem ég tel ríkja þjóðarsátt um að hverfa ekki til, enda reynsla okkar sem þjóðar slæm af því fyrirkomulagi. Þótt gengisfall krónunnar nú valdi tímabundnum búsifjum hjá fjölda einstaklinga og fyrirtækja er hin hliðin á því auðvitað sú að nú fáum við fleiri krónur fyrir hverja vöru sem flutt er út. Ég tel að á næstu tveimur árum munum við færa okkur aftur nær þeim grunnatvinnuvegum og náttúrulegum styrkleikum okkar sem þjóðar til að vinna aftur sess okkar í samfélagi þjóðanna. Útflutningsfyrirtæki í iðnaði og sjávarútvegi ganga mjög vel um þessar stundir og eru líkleg til að varða okkur veginn út úr þessari þoku sem nú ríkir. Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að huga að grunngildum okkar og aðlaga sig strax breyttum aðstæðum. Sem þjóð erum við aflafólk og fyllum trogin þegar vel gefur en getum líka sætt okkur við rýrari heimtur og aflabrest þegar svo ber undir. Okkar eðlislæga bjartsýni og trú á framtíðina er það sem mun að lokum færa þjóðina út úr þessum hremmingum. Ekki endilega skyndilausnir, heldur hin gömlu alíslensku gildi um vinnusemi, heiðarleika og trú sem nýst hafa þjóðinni fram til þessa og munu áfram verða hennar helsta eign. Sem fyrr munum við setja undir okkur hausinn og halda á móti storminum, því eftir tíu ár verður núverandi ástand orðið að sögulegu viðfangsefni og vonandi gagnlegur lærdómur í farteskinu á móts við nýja tíma. Markaðir Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Í augnablikinu ganga yfir land og þjóð efnahagslegar hamfarir. Þessar hamfarir eru ekki einskorðaðar við Ísland heldur er um hnattræna þróun að ræða. Við munum á næstunni ganga í gegnum eina dýpstu kreppu í manna minnum og því er eðlilegt að staldrað sé við og gaumgæft hvort gengið hafi verið til góðs. Landsmenn hafa á undanförnum 15 árum notið efnahagsbata og kaupmáttaraukningar sem er langt fram úr því sem gerst hefur hjá öðrum þjóðum. Þótt samdráttur í landsframleiðslu á næsta ári kunni að verða allt að 15%, færir það okkur þó ekki nema þrjú ár aftur í tímann. Land og þjóð hafa notið velgengni íslenskra fyrirtækja, útrásar og landvinninga, sem því miður er komið bakslag í, en við Íslendingar erum vön því að fást við aflahret og vinnutarnir á víxl. Það er mikilvægt í þeim nornaveiðum sem nú virðast hafnar að fyllast ekki dómhörku og benda of víða, því við erum öll á sama báti og ættum að hjálpast að við að ausa meðan enn lekur. Þegar skútan er komin í trausta höfn er kannski tími til að fara í persónuleg uppgjör eða leita ástæðna en sem stendur ættum við öll að ausa sem mest við getum. Fátt er mikilvægara nú um stundir en að þétta raðirnar og standa saman að þeirri efnahagslegu uppbyggingu sem mun fara fram. Reiði og gremja eru slæmir meðreiðasveinar við það verk sem nú þarf að vinna. Vandamálin sem eru aðsteðjandi nú um stundir eru fjarri því að vera óyfirstíganleg. Það sem þarf til er verkstjórn til að taka á þessum vandamálum skref fyrir skref. Of mikið hefur virst af handahófskenndum lagasetningum og afgreiðslum sem viðbrögð við áreiti, fremur en því að aðgerðir einkennist af festu, yfirsýn og framsýni. Mörg þessara vandamála eru tæknileg í eðli sínu og hafa tafir við úrlausnir valdið frekari skaða en nauðsynlegt er. Um árabil höfum við tekið þátt í samfélagi þjóðanna, stjórnmálalega og efnahagslega, og tekið upp þær almennu leikreglur sem gilda í þeim samskiptum. Við þurfum að sýna að við séum þess bær að vera áfram þátttakendur í þessu samfélagi, en séum ekki þjóð sem segir sig frá skuldbindingum eða ábyrgð er gefur á bátinn og ekki hentar að lúta þessum reglum. Til að ná aftur vopnum okkar er lykilatriði að semja við erlenda og innlenda kröfuhafa gömlu bankanna og leyfa þeim sem rauneigendum bankanna að hlutast til um ráðstöfun eigna og meðferð búanna. Þetta þarf að gerast samkvæmt leikreglum, gagnsætt og með hámörkun verðmæta að leiðarljósi, þannig að við verðum ekki dæmd á skóggang í samfélagi þjóðanna. Með þessu næst einnig fram dreifðari eignaraðild að nýju bönkunum og minni pólitísk afskipti, sem ég tel ríkja þjóðarsátt um að hverfa ekki til, enda reynsla okkar sem þjóðar slæm af því fyrirkomulagi. Þótt gengisfall krónunnar nú valdi tímabundnum búsifjum hjá fjölda einstaklinga og fyrirtækja er hin hliðin á því auðvitað sú að nú fáum við fleiri krónur fyrir hverja vöru sem flutt er út. Ég tel að á næstu tveimur árum munum við færa okkur aftur nær þeim grunnatvinnuvegum og náttúrulegum styrkleikum okkar sem þjóðar til að vinna aftur sess okkar í samfélagi þjóðanna. Útflutningsfyrirtæki í iðnaði og sjávarútvegi ganga mjög vel um þessar stundir og eru líkleg til að varða okkur veginn út úr þessari þoku sem nú ríkir. Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að huga að grunngildum okkar og aðlaga sig strax breyttum aðstæðum. Sem þjóð erum við aflafólk og fyllum trogin þegar vel gefur en getum líka sætt okkur við rýrari heimtur og aflabrest þegar svo ber undir. Okkar eðlislæga bjartsýni og trú á framtíðina er það sem mun að lokum færa þjóðina út úr þessum hremmingum. Ekki endilega skyndilausnir, heldur hin gömlu alíslensku gildi um vinnusemi, heiðarleika og trú sem nýst hafa þjóðinni fram til þessa og munu áfram verða hennar helsta eign. Sem fyrr munum við setja undir okkur hausinn og halda á móti storminum, því eftir tíu ár verður núverandi ástand orðið að sögulegu viðfangsefni og vonandi gagnlegur lærdómur í farteskinu á móts við nýja tíma.
Markaðir Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira