Körfubolti

Ekkert óeðlilegt við að okkur sé spáð titlinum

Mynd/Stefán

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir ekkert óeðlilegt við að hans mönnum sé spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta í vor.

KR-ingar fengu góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur þegar þeir Jakob Sigurðarson og Jón Arnór Stefánsson sömdu við liðið. Þá eru KR-ingar með sterkan Bandaríkjamann í sínum röðum og nokkra lykilmenn í landsliðinu.

Það hefur verið mál manna í haust að KR sé afar líklegt til að hampa titlinum næsta vor og það kemur Benedikt ekki á óvart.

"Það má eiginlega segja að við séum fórnarlömb eigin velgengni, en ég viil frekar hafa það þannig en að vinna enga titla. Eftir að við unnum þennan titil á sínum tíma er auðvitað allt annað vonbrigði," sagði Benedikt í samtali við Vísi.

"Það er ekkert óeðlilegt við að okkur sé spáð sigri. Við erum klárlega líklegir til þess," sagði Benedikt, en óttast möguleg neikvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum ef KR-liðið hikstar í vetur.

"Það eina sem ég óttast í vetur er það að menn fari að halda að við eigum að vinna stórsigra í hverjum einasta leik og fari svo að missa sig í einhverja nækvæðni ef svo verður ekki. Það gæti smitast í leikmenn eða skapað einhverja neikvæðni. Menn mega ekki missa tengsl við raunveruleikanum, því það eru hörkulið í þessari deild og við sem lifum og hrærumst í þessu vitum að það er ekkert gefið í þessu," sagði Benedikt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×