Hljómsveitin Atómstöðin fagnaði útgáfu nýrrar plötu sinnar með partíi á Bar 11.
„Það var fullt hús af fólki og ofsalega góð stemning,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, söngvari Atómstöðvarinnar, um útgáfupartí hljómsveitarinnar sem fram fór á Bar 11 síðastliðinn fimmtudag í tilefni af útgáfu plötunnar Exile Republic.
„Stefnir bakari, vinur okkar, bakaði köku og við buðum upp á söl, sem er þjóðarréttur bandsins. Svo seldum við öll eintökin af plötunni sem við vorum með á okkur, svo þetta hefði ekki getað verið betra“ segir Guðmundur Ingi, ánægður með vel heppnað útgáfupartí.- ag


