Fékk 30 leikja bann fyrir að detta á vespu 11. október 2008 22:15 Monta Ellis skaut nokkuð óvænt upp á stjörnuhimininn í NBA NordicPhotos/GettyImages Monta Ellis, leikmaður Golden State Warriors í NBA deildinni, var í dag dæmdur í 30 leikja bann af félaginu fyrir samningsbrot. Ellis meiddist illa á ökkla þegar hann datt á vespu í ágúst en reyndi að ljúga að forráðamönnum Warriors að hann hefði meiðst við að spila körfubolta. Við nánari rannsókn á meiðslum hans kom fljótlega í ljós að það gat ekki staðist og viðurkenndi Ellis þá að hafa logið. Þetta þýðir að hann braut ákvæði í samningi sínum við félagið. Kaldhæðni málsins er sú að Ellis var nýbúinn að skrifa undir 66 milljón dollara samning við Warriors sem færði honum eina hæstu kauphækkun sem um getur í NBA deildinni. Á miðað við gengið í dag hækka árslaun hans um meira en einn milljarð króna frá því sem var í fyrra. Ellis sló í gegn með Golden State í fyrra þegar hann skoraði rúm 20 stig að meðaltali í leik. Hann er 22 ára gamall en var ekki valinn fyrr en númer 40 í nýliðavalinu árið 2005. Bannið tekur gildi strax nú á undirbúningstímabilinu og þar situr Ellis strax af sér fjóra leiki. Hann verður ekki löglegur með Warriors í deildarkeppninni fyrr en undir jól, en deildarkeppnin í NBA hefst í lok þessa mánaðar. Ellis er reyndar enn meiddur eftir vespuslysið og ljóst var að hann hefði alltaf misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna þessa. Hann fær engin laun á meðan hann situr af sér bannið og því verður kauphækkunin hans ekki alveg jafn feit í vetur og annars hefði orðið. NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Monta Ellis, leikmaður Golden State Warriors í NBA deildinni, var í dag dæmdur í 30 leikja bann af félaginu fyrir samningsbrot. Ellis meiddist illa á ökkla þegar hann datt á vespu í ágúst en reyndi að ljúga að forráðamönnum Warriors að hann hefði meiðst við að spila körfubolta. Við nánari rannsókn á meiðslum hans kom fljótlega í ljós að það gat ekki staðist og viðurkenndi Ellis þá að hafa logið. Þetta þýðir að hann braut ákvæði í samningi sínum við félagið. Kaldhæðni málsins er sú að Ellis var nýbúinn að skrifa undir 66 milljón dollara samning við Warriors sem færði honum eina hæstu kauphækkun sem um getur í NBA deildinni. Á miðað við gengið í dag hækka árslaun hans um meira en einn milljarð króna frá því sem var í fyrra. Ellis sló í gegn með Golden State í fyrra þegar hann skoraði rúm 20 stig að meðaltali í leik. Hann er 22 ára gamall en var ekki valinn fyrr en númer 40 í nýliðavalinu árið 2005. Bannið tekur gildi strax nú á undirbúningstímabilinu og þar situr Ellis strax af sér fjóra leiki. Hann verður ekki löglegur með Warriors í deildarkeppninni fyrr en undir jól, en deildarkeppnin í NBA hefst í lok þessa mánaðar. Ellis er reyndar enn meiddur eftir vespuslysið og ljóst var að hann hefði alltaf misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna þessa. Hann fær engin laun á meðan hann situr af sér bannið og því verður kauphækkunin hans ekki alveg jafn feit í vetur og annars hefði orðið.
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira