Meistararnir geta dottið niður í sjötta sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 09:52 Tim Duncan og félagar í San Antonio eiga spennandi úrslitakeppni í vændum. Nordic Photos / Getty Images Lokakeppnisdagur tímabilsins í NBA-deildinni fyrir úrslitakeppnina fer fram í nótt. Enn ríkir gríðarlega mikil spenna í Vesturdeildinni ef frá eru talin tvö efstu sætin sem LA Lakers og New Orleans hafa þegar tryggt sér. Lakers tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni í nótt með sigri á Sacramento í nótt en það er eitt fárra liða sem spilar ekki nú í kvöld. Alls fara fjórtán leikir fram í nótt. Annað hvort Denver eða Dallas lenda í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Lakers mætir liðinu sem verður í áttunda sæti sem er Denver eins og staðan er nú. Denver þarf því að vinna Memphis á heimavelli í nótt og stóla á að Dallas tapi fyrir New Orleans á heimavelli í kvöld - ef leikmenn Denver vilja sleppa við Lakers. En þar sem New Orleans hefur efni á því að tapa í nótt er ekki ólíklegt að sterkustu leikmenn liðsins fái að hvíla sig gegn Dallas í kvöld. Það ríkir mesta spennan um 3.-6. sætið í Vestrinu. Þar er staðan svo jöfn að það er allt eins líklegt að öll fjögur liðin - San Antonio, Utah, Houston og Phoenix, verði með sama árangurinn - 55 sigra og 27 töp. Þá mun niðurröðun ráðast af árangri í innbyrðisviðureignum. Utah er hins vegar undanskilið því þar sem liðið er öruggt með efsta sætið í sínum riðli. San Antonio er ríkjandi NBA-meistari og mætir einmitt Utah í lokaumferðinni í kvöld. Sem stendur er San Antonio í þriðja sæti en ef liðið tapar í kvöld og Houston og Phoenix vinna sína leiki (sem er alls ekki ólíklegt) verða það hlutskipti San Antonio að lenda í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Hér má sjá á vefútgáfu The Salt Lake Tribune hvaða mótherja Utah gæti hugsanlega fengið í úrslitakeppninni miðað við öll möguleg úrslit í kvöld. Það eina sem er öruggt í þessu er að Utah verður aldrei neðar en í fjórða sæti og er því öruggt með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er dýrmætt því Utah er með besta árangur allra liða í NBA-deildarinnar á heimavelli í vetur. Það er því einnig ljóst að aðeins eitt hinna liðanna þriggja - San Antonio, Phoenix og Houston - verður með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikir kvöldsins hafa hins vegar litla þýðingu fyrir Austurdeildina þar sem það er ljóst hvaða lið mætast þar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar: Boston Celtics - Atlanta Hawks Detroit Pistons - Philadelphia 76ersOrlando Magic - Toronto Raptors Cleveland Cavaliers - Washington Wizards NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Lokakeppnisdagur tímabilsins í NBA-deildinni fyrir úrslitakeppnina fer fram í nótt. Enn ríkir gríðarlega mikil spenna í Vesturdeildinni ef frá eru talin tvö efstu sætin sem LA Lakers og New Orleans hafa þegar tryggt sér. Lakers tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni í nótt með sigri á Sacramento í nótt en það er eitt fárra liða sem spilar ekki nú í kvöld. Alls fara fjórtán leikir fram í nótt. Annað hvort Denver eða Dallas lenda í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Lakers mætir liðinu sem verður í áttunda sæti sem er Denver eins og staðan er nú. Denver þarf því að vinna Memphis á heimavelli í nótt og stóla á að Dallas tapi fyrir New Orleans á heimavelli í kvöld - ef leikmenn Denver vilja sleppa við Lakers. En þar sem New Orleans hefur efni á því að tapa í nótt er ekki ólíklegt að sterkustu leikmenn liðsins fái að hvíla sig gegn Dallas í kvöld. Það ríkir mesta spennan um 3.-6. sætið í Vestrinu. Þar er staðan svo jöfn að það er allt eins líklegt að öll fjögur liðin - San Antonio, Utah, Houston og Phoenix, verði með sama árangurinn - 55 sigra og 27 töp. Þá mun niðurröðun ráðast af árangri í innbyrðisviðureignum. Utah er hins vegar undanskilið því þar sem liðið er öruggt með efsta sætið í sínum riðli. San Antonio er ríkjandi NBA-meistari og mætir einmitt Utah í lokaumferðinni í kvöld. Sem stendur er San Antonio í þriðja sæti en ef liðið tapar í kvöld og Houston og Phoenix vinna sína leiki (sem er alls ekki ólíklegt) verða það hlutskipti San Antonio að lenda í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Hér má sjá á vefútgáfu The Salt Lake Tribune hvaða mótherja Utah gæti hugsanlega fengið í úrslitakeppninni miðað við öll möguleg úrslit í kvöld. Það eina sem er öruggt í þessu er að Utah verður aldrei neðar en í fjórða sæti og er því öruggt með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er dýrmætt því Utah er með besta árangur allra liða í NBA-deildarinnar á heimavelli í vetur. Það er því einnig ljóst að aðeins eitt hinna liðanna þriggja - San Antonio, Phoenix og Houston - verður með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikir kvöldsins hafa hins vegar litla þýðingu fyrir Austurdeildina þar sem það er ljóst hvaða lið mætast þar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar: Boston Celtics - Atlanta Hawks Detroit Pistons - Philadelphia 76ersOrlando Magic - Toronto Raptors Cleveland Cavaliers - Washington Wizards
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira