Kaótískt ástand í bransanum 15. október 2008 05:45 Anthony Volodkin rekur tónlistarsíðuna Hype Machine sem nýtur mikilla vinsælda. Hann segir að ástandið í tónlistarheiminum sé kaótískt en fjölmörg sóknarfæri séu fyrir hendi.Ljósmynd/Julia Staples Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Hypem.com-verkefnið hófst fyrir um þremur árum. Að eigin sögn stofnaði Anthony síðuna þar sem hann fann engan vettvang með umfjöllun um nýja tónlist sem hann var ánægður með. „Það var á þeim tíma sem ég rakst á tónlistarblogg en það kom mér mjög á óvart að sjá fólk skrifa um tónlist einfaldlega vegna þess að því líkaði hún," segir Anthony. Fljótlega í kjölfarið varð mikil sprengja á þessu sviði sem varð til þess að hann stofnaði Hype Machine, sem má lýsa sem eins konar safnmiðli fyrir öll helstu tónlistarbloggin, þar sem er hægt að leita eftir tónlistarmönnum, lögum og helstu bloggurum. Í upphafi náði síðan til 150 bloggara en nú eru bloggin um tvö þúsund enda þykir einkar eftirsóknarvert að vera hluti af þessu samfélagi. Síðan er öðru fremur ætluð til að kynnast nýrri tónlist en ekki til að hlusta á fría tónlist. Af þeim sökum segir Anthony að mörg plötufyrirtæki líti hýru auga til síðunnar og noti hana til að sjá hvaða tónlistarmenn eru að fá mesta „hæpið", það er hvaða tónlistarmenn er mest verið að leita eftir og um hverja er helst bloggað. Anthony telur síðuna ekki þurfa að einskorða sig við tónlistarblogg og sér í framtíðinni fyrir sér að hún geti stækkað til muna. „Við erum núna að vinna að ýmsum tólum sem geta hjálpað bloggurum að vinna sína vinnu enn betur og einnig tæki fyrir plötufyrirtæki til þess að fá betri yfirsýn yfir hvað allir þessir bloggarar eru að gera." Anthony var hérlendis í sumar að slaka á en kemur nú aftur til þess að sitja ráðstefnuna You Are in Control sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar heldur samhliða Airwaves-hátíðinni. En hver er við stjórnvölinn þessa stundina í tónlistarbransanum? „Margir hlutir eru að breytast mjög ört þessa stundina, þannig að staðan akkúrat núna er nokkuð óljós. Ég myndi þess vegna segja að breytingar væru við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að ástandið sé kaótískt þá er það mjög spennandi því sóknarfærin eru fjölmörg." Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Hypem.com-verkefnið hófst fyrir um þremur árum. Að eigin sögn stofnaði Anthony síðuna þar sem hann fann engan vettvang með umfjöllun um nýja tónlist sem hann var ánægður með. „Það var á þeim tíma sem ég rakst á tónlistarblogg en það kom mér mjög á óvart að sjá fólk skrifa um tónlist einfaldlega vegna þess að því líkaði hún," segir Anthony. Fljótlega í kjölfarið varð mikil sprengja á þessu sviði sem varð til þess að hann stofnaði Hype Machine, sem má lýsa sem eins konar safnmiðli fyrir öll helstu tónlistarbloggin, þar sem er hægt að leita eftir tónlistarmönnum, lögum og helstu bloggurum. Í upphafi náði síðan til 150 bloggara en nú eru bloggin um tvö þúsund enda þykir einkar eftirsóknarvert að vera hluti af þessu samfélagi. Síðan er öðru fremur ætluð til að kynnast nýrri tónlist en ekki til að hlusta á fría tónlist. Af þeim sökum segir Anthony að mörg plötufyrirtæki líti hýru auga til síðunnar og noti hana til að sjá hvaða tónlistarmenn eru að fá mesta „hæpið", það er hvaða tónlistarmenn er mest verið að leita eftir og um hverja er helst bloggað. Anthony telur síðuna ekki þurfa að einskorða sig við tónlistarblogg og sér í framtíðinni fyrir sér að hún geti stækkað til muna. „Við erum núna að vinna að ýmsum tólum sem geta hjálpað bloggurum að vinna sína vinnu enn betur og einnig tæki fyrir plötufyrirtæki til þess að fá betri yfirsýn yfir hvað allir þessir bloggarar eru að gera." Anthony var hérlendis í sumar að slaka á en kemur nú aftur til þess að sitja ráðstefnuna You Are in Control sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar heldur samhliða Airwaves-hátíðinni. En hver er við stjórnvölinn þessa stundina í tónlistarbransanum? „Margir hlutir eru að breytast mjög ört þessa stundina, þannig að staðan akkúrat núna er nokkuð óljós. Ég myndi þess vegna segja að breytingar væru við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að ástandið sé kaótískt þá er það mjög spennandi því sóknarfærin eru fjölmörg."
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira