Fjórtán Palestínumenn menn féllu í árásum Ísraela á Gaza ströndinni í dag, eftir að þrír ísraelskir hermenn voru drepnir úr launsátri Hamas liða við olíuleiðslu á landamærunum. Hamas segja að níu hinna föllnu hafi verið óbreyttir borgarar.
Þrátt fyrir harða bardaga leyfðu Ísraelar í dag að opnað yrði fyrir olíu til Gaza á nýjan leik.
Dælustöðinni var lokað eftir að vígamenn Hamas felldu tvo ísraelska starfsmenn hennar í síðustu viku. Það gerir eldsneytisskortinn enn verri að eigendur bensínstöðva á Gaza ströndinni eru í verkfalli.
Ísraelskir embættismenn saka Hamas um að hindra dreifingu á olíu og bensíni, til þess að skapa neyðarástand og auka þrýsting á Ísrael að slaka á umsátri sínu.
Ísraelar hertu mjög tökin á Gaza eftir að Hamas liðar hertóku ströndina í júní á síðasta ári. Þá hröktu þeir á brott Mahmoud Abbas forseta Palestínumanna og liðsmenn hans.