Keflvíkingar hafa yfir 48-39 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fjórðu viðureign liðsins gegn ÍR í undanúrslitum IE deildarinnar í körfubolta, en leikið er í Seljaskóla. ÍR byrjaði mun betur og náði um 10 stiga forystu snemma leiks, en síðan hafa gestirnir verið mun grimmari.
Keflavík var yfir 20-17 eftir fyrsta leikhluta og leiðir sem fyrr segir með níu stigum í hálfleik.